Erlent

Munu ekki sætta sig við gjörðir sem ógna öryggi ríkisins

Atli Ísleifsson skrifar
Francois Hollande Frakklandsforseti.
Francois Hollande Frakklandsforseti. Vísir/AFP
Francois Hollande Frakklandsforseti segir að Frakklandsstjórn muni ekki sætta sig við neinar þær gjörðir sem ógni öryggi ríkisins. Yfirlýsing Hollande var send út að loknum neyðarfundi forsetans og fulltrúa franskra öryggisstofnana í París í morgun.

Wikileaks birti í gær gögn sem sýna fram á að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, hafi njósnað um þrjá forseta Frakklands – þá Jacques Chirac, Nicolas Sarkozy og Francois Hollande – á árunum 2006 til 2012. Þá er stofnunin ekki sökuð um að hafa njósnað um franska ráðherra og franska sendiherrann í Bandaríkjunum.

Sendiherra Bandaríkjanna hefur verið boðaður til fundar í franska utanríkisráðuneytinu þar sem Laurent Fabius utanríkisráðherra hyggst spyrja hann út í ásakanirnar.

Bandaríkjastjórn hefur enn ekki tjáð sig um ásakanirnar.

NSA hefur áður verið sökuð um að njósna um Angelu Merkel Þýskalandskanslara og leiðtoga Brasilíu og Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×