Erlent

Ungverjaland ætlar að hætta að fylgja Dyflinnarreglugerðinni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Taka ekki lengur við hælisleitendum frá öðrum Evrópuríkjum.
Taka ekki lengur við hælisleitendum frá öðrum Evrópuríkjum. Vísir/AFP
Ungverjaland ætlar að hætta að fara eftir Dyflinnarreglugerðinni og munu framvegis ekki taka við aftur við hælisleitendum sem koma til landsins en freista þess að komast áfram til annarra Evrópulanda.

Talsmaður ungverskra stjórnvalda segir að ákvörðunin hafi verið tekin þar sem landið sé yfirfullt af ólöglegum innflytjendum. Samkvæmt stjórnvöldum hafa komið yfir 60 þúsund einstaklingar til landsins með ólöglegum hætti á þessu ári.

Samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni geta Evrópulönd vísað hælisleitendum til baka til þess Evrópulands sem var fyrsti viðkomustaður viðkomandi innan Evrópu án þess að fjalla efnislega um hælisumsókn viðkomandi.

Reglugerðinni er ætlað að koma í veg fyrir að einstaklingur geti ferðast á milli Schengen-landanna og sótt um hæli í hverju ríki fyrir sig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×