Erlent

Húsleit hjá Toyota vegna fíkniefna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Julie Hamp er grunuð er um fíkniefnainnflutning.
Julie Hamp er grunuð er um fíkniefnainnflutning. Vísir/AFP
Japanska lögreglan framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum Toyota bílaframleiðandans og á skrifstofum fyrirtækisins í Tokyo í gær.

Húsleitin var gerð í tengslum við handtöku á einum af framkvæmdastjórum fyrirtækisins, hinni bandarísku Julie Hamp, sem grunuð er um fíkniefnainnflutning.

Hamp var handtekin 18. júní síðastliðinn vegna gruns um að hafa flutt verkjalyfið oxýkódon til landsins en strangar reglur gilda um lyfið í Japan. Talsverð ávanahætta er af lyfinu.

Lögreglan segir að Hamp hafi sent sjálfri sér pakka sem innihélt lyfið í pósti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×