Næsti Kóngulóarmaður er ansi lipur Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 21:18 Tom Holland er næsti Spiderman. Vísir/IMdB/Instagram Hinn nítján ára gamli Tom Holland mun leika Kóngulóarmanninn í næstu uppfærslu Marvel-fyrirtækisins á þessari ofurhetju. Leikstjóri myndarinnar verður Jon Watts en hún verður frumsýnd 28. júlí árið 2017. Einhverjir gætu kannast við kauða úr kvikmyndinni The Impossible þar sem hann lék son hjóna sem Naomi Watts og Ewan McGregor léku en myndin sagði frá raunum fjölskyldu sem lifði af flóðbylgjuna miklu við Indlandshaf árið 2004. Í vetur birtist hann í mynd leikstjórans Ron Howard sem nefnist In the Heart of the Sea. Mótleikari hans í þeirri mynd er Chris Hemsworth en sá hefur getið sér gott orð fyrir túlkun sína á þrumuguðinum Þór í Marvel-myndunum. Holland er þriðji leikarinn frá árinu 2002 til að leika Kóngulóarmanninn en síðast var það Andrew Garfield sem lék ofurhetjuna tveimur myndum. Margir vildu hreppa þetta hlutverk en að lokum varð Holland fyrir valinu en ef eitthvað er að marka Instagram-aðgang kauða á hann eftir að geta framkvæmt nokkur áhættuatriði. More fun more fun A video posted by ✌️ (@tomholland2013) on Jun 21, 2015 at 7:40am PDT Bíó og sjónvarp Mest lesið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Tom Holland mun leika Kóngulóarmanninn í næstu uppfærslu Marvel-fyrirtækisins á þessari ofurhetju. Leikstjóri myndarinnar verður Jon Watts en hún verður frumsýnd 28. júlí árið 2017. Einhverjir gætu kannast við kauða úr kvikmyndinni The Impossible þar sem hann lék son hjóna sem Naomi Watts og Ewan McGregor léku en myndin sagði frá raunum fjölskyldu sem lifði af flóðbylgjuna miklu við Indlandshaf árið 2004. Í vetur birtist hann í mynd leikstjórans Ron Howard sem nefnist In the Heart of the Sea. Mótleikari hans í þeirri mynd er Chris Hemsworth en sá hefur getið sér gott orð fyrir túlkun sína á þrumuguðinum Þór í Marvel-myndunum. Holland er þriðji leikarinn frá árinu 2002 til að leika Kóngulóarmanninn en síðast var það Andrew Garfield sem lék ofurhetjuna tveimur myndum. Margir vildu hreppa þetta hlutverk en að lokum varð Holland fyrir valinu en ef eitthvað er að marka Instagram-aðgang kauða á hann eftir að geta framkvæmt nokkur áhættuatriði. More fun more fun A video posted by ✌️ (@tomholland2013) on Jun 21, 2015 at 7:40am PDT
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira