Erlent

Neyðarástand í Pakistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Vatni er hér hellt yfir mann sem fékk hitaslag.
Vatni er hér hellt yfir mann sem fékk hitaslag. Vísir/AFP
Almannavarnastofnun Pakistan hefur verið skipað að bregðast við hitabylgjunni sem er nú þar í landi. Pakistanski herinn hefur einnig verið kallaður til og mun hann reisa miðstöðvar þar sem fólki sem fengið hefur hitaslag verður sinnt.

Nærri því 700 manns hafa nú látið lífið í hitabylgjunni. Flestir þeirra eru eldri meðlimir fátækra fjölskyldna. Samkvæmt embættismönnum í Pakistan hafa flestir látið lífið í borginni Karachi. Þar hefur hitastigið náð 45 gráðum síðustu daga.

Þúsundir manna eru nú á sjúkrahúsi og þjást af vökvaskorti eða hafa fengið hitaslag, samkvæmt BBC. Hitastig sem þessi eru ekki óalgeng í Pakistan, en orkuskortur gerir ástandið verra.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×