Þingmaður Framsóknar vill láta skoða einelti á Alþingi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2015 13:39 Elsa Lára er ósátt við hvernig störfum þingsins er hagað um þessar mundir. Vísir Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta kalla til mannauðsstjóra eða aðila sem sérfróður er um einelti og gerð eineltisáætlana til þess að setjast niður með stjórn Alþingis og fara yfir hegðun þingmanna. Hún er ósátt við hvernig þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hagað málflutningi sínum á undanförnum vikum. „Á meðan þingmenn leika þennan leik sitja nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar úti í sal og hlæja hæðnislega,“ sagði Elsa þegar hún steig upp í pontu á Alþingi í dag undir fundarliðnum Störf þingsins. „Svo virðist að sé um skipulagða hegðun að ræða.“Ræðu Elsu Láru má sjá hér að neðan.Elsa sagði hegðun stjórnarandstöðunnar segja meira um þá sem vinnubrögðunum beita heldur en þá sem orðin beinast að. „Þetta er ljótur leikur og eingöngu gerður til að særa og gera lítið úr öðrum.“ Hún segir það enga afsökun að sambærileg háttsemi hafi verið höfð uppi á síðasta kjörtímabili. Telur rangt farið með hugtakið einelti „Ég starfaði sem grunnskólakennari,“ útskýrði Elsa. „Ég þurfti því miður að takast á við málefni sem varða einelti.“ Hún jafnar hegðun sumra þingmanna við einelti og vill að stjórn þingsins geri eitthvað í málunum. „Þangað til bið ég alla háttvirta þingmenn að líta í eigin barm. Þar mun ég svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja.“Bjarkey segir ótækt að þingmenn gjaldfelli orðið einelti.vísir/vilhelm„Mér finnst gjaldfelling á hugtakinu einelti hvernig fólk fer með það hér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um orð Elsu. Henni þykir það ekki rétt notkun á hugtakinu einelti að nota það þegar verið er að tala um hvernig fólk gagnrýnir störf mótherjans á Alþingi. „Við vitum um fólk sem á um mjög sárt að binda vegna eineltis,“ sagði Bjarkey og bætti við að manneskja sem starfar í skóla og hefur þurft að kljást við eineltismál ætti að vita betur en að gjaldfella orðið einelti.Ræðu Bjarkeyjar má sjá hér að neðan.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér væri blöskrað vegna ummæla þingmanna um meint einelti í garð forsætisráðherra og forseta Alþingis. „Að ráðamenn telja sig lagða í einelti segir mér tvennt. Að þeir skilji ekki hugtakið einelti og tvö, að þeir skilja ekki eðli sinnar eigin stöðu, forréttinda og valds.“ Upplýsti Helgi að hann hefði sjálfur upplifað einelti í æsku en ræðu hans má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta kalla til mannauðsstjóra eða aðila sem sérfróður er um einelti og gerð eineltisáætlana til þess að setjast niður með stjórn Alþingis og fara yfir hegðun þingmanna. Hún er ósátt við hvernig þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hagað málflutningi sínum á undanförnum vikum. „Á meðan þingmenn leika þennan leik sitja nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar úti í sal og hlæja hæðnislega,“ sagði Elsa þegar hún steig upp í pontu á Alþingi í dag undir fundarliðnum Störf þingsins. „Svo virðist að sé um skipulagða hegðun að ræða.“Ræðu Elsu Láru má sjá hér að neðan.Elsa sagði hegðun stjórnarandstöðunnar segja meira um þá sem vinnubrögðunum beita heldur en þá sem orðin beinast að. „Þetta er ljótur leikur og eingöngu gerður til að særa og gera lítið úr öðrum.“ Hún segir það enga afsökun að sambærileg háttsemi hafi verið höfð uppi á síðasta kjörtímabili. Telur rangt farið með hugtakið einelti „Ég starfaði sem grunnskólakennari,“ útskýrði Elsa. „Ég þurfti því miður að takast á við málefni sem varða einelti.“ Hún jafnar hegðun sumra þingmanna við einelti og vill að stjórn þingsins geri eitthvað í málunum. „Þangað til bið ég alla háttvirta þingmenn að líta í eigin barm. Þar mun ég svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja.“Bjarkey segir ótækt að þingmenn gjaldfelli orðið einelti.vísir/vilhelm„Mér finnst gjaldfelling á hugtakinu einelti hvernig fólk fer með það hér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um orð Elsu. Henni þykir það ekki rétt notkun á hugtakinu einelti að nota það þegar verið er að tala um hvernig fólk gagnrýnir störf mótherjans á Alþingi. „Við vitum um fólk sem á um mjög sárt að binda vegna eineltis,“ sagði Bjarkey og bætti við að manneskja sem starfar í skóla og hefur þurft að kljást við eineltismál ætti að vita betur en að gjaldfella orðið einelti.Ræðu Bjarkeyjar má sjá hér að neðan.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér væri blöskrað vegna ummæla þingmanna um meint einelti í garð forsætisráðherra og forseta Alþingis. „Að ráðamenn telja sig lagða í einelti segir mér tvennt. Að þeir skilji ekki hugtakið einelti og tvö, að þeir skilja ekki eðli sinnar eigin stöðu, forréttinda og valds.“ Upplýsti Helgi að hann hefði sjálfur upplifað einelti í æsku en ræðu hans má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38