Þingmaður Framsóknar vill láta skoða einelti á Alþingi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2015 13:39 Elsa Lára er ósátt við hvernig störfum þingsins er hagað um þessar mundir. Vísir Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta kalla til mannauðsstjóra eða aðila sem sérfróður er um einelti og gerð eineltisáætlana til þess að setjast niður með stjórn Alþingis og fara yfir hegðun þingmanna. Hún er ósátt við hvernig þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hagað málflutningi sínum á undanförnum vikum. „Á meðan þingmenn leika þennan leik sitja nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar úti í sal og hlæja hæðnislega,“ sagði Elsa þegar hún steig upp í pontu á Alþingi í dag undir fundarliðnum Störf þingsins. „Svo virðist að sé um skipulagða hegðun að ræða.“Ræðu Elsu Láru má sjá hér að neðan.Elsa sagði hegðun stjórnarandstöðunnar segja meira um þá sem vinnubrögðunum beita heldur en þá sem orðin beinast að. „Þetta er ljótur leikur og eingöngu gerður til að særa og gera lítið úr öðrum.“ Hún segir það enga afsökun að sambærileg háttsemi hafi verið höfð uppi á síðasta kjörtímabili. Telur rangt farið með hugtakið einelti „Ég starfaði sem grunnskólakennari,“ útskýrði Elsa. „Ég þurfti því miður að takast á við málefni sem varða einelti.“ Hún jafnar hegðun sumra þingmanna við einelti og vill að stjórn þingsins geri eitthvað í málunum. „Þangað til bið ég alla háttvirta þingmenn að líta í eigin barm. Þar mun ég svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja.“Bjarkey segir ótækt að þingmenn gjaldfelli orðið einelti.vísir/vilhelm„Mér finnst gjaldfelling á hugtakinu einelti hvernig fólk fer með það hér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um orð Elsu. Henni þykir það ekki rétt notkun á hugtakinu einelti að nota það þegar verið er að tala um hvernig fólk gagnrýnir störf mótherjans á Alþingi. „Við vitum um fólk sem á um mjög sárt að binda vegna eineltis,“ sagði Bjarkey og bætti við að manneskja sem starfar í skóla og hefur þurft að kljást við eineltismál ætti að vita betur en að gjaldfella orðið einelti.Ræðu Bjarkeyjar má sjá hér að neðan.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér væri blöskrað vegna ummæla þingmanna um meint einelti í garð forsætisráðherra og forseta Alþingis. „Að ráðamenn telja sig lagða í einelti segir mér tvennt. Að þeir skilji ekki hugtakið einelti og tvö, að þeir skilja ekki eðli sinnar eigin stöðu, forréttinda og valds.“ Upplýsti Helgi að hann hefði sjálfur upplifað einelti í æsku en ræðu hans má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta kalla til mannauðsstjóra eða aðila sem sérfróður er um einelti og gerð eineltisáætlana til þess að setjast niður með stjórn Alþingis og fara yfir hegðun þingmanna. Hún er ósátt við hvernig þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hagað málflutningi sínum á undanförnum vikum. „Á meðan þingmenn leika þennan leik sitja nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar úti í sal og hlæja hæðnislega,“ sagði Elsa þegar hún steig upp í pontu á Alþingi í dag undir fundarliðnum Störf þingsins. „Svo virðist að sé um skipulagða hegðun að ræða.“Ræðu Elsu Láru má sjá hér að neðan.Elsa sagði hegðun stjórnarandstöðunnar segja meira um þá sem vinnubrögðunum beita heldur en þá sem orðin beinast að. „Þetta er ljótur leikur og eingöngu gerður til að særa og gera lítið úr öðrum.“ Hún segir það enga afsökun að sambærileg háttsemi hafi verið höfð uppi á síðasta kjörtímabili. Telur rangt farið með hugtakið einelti „Ég starfaði sem grunnskólakennari,“ útskýrði Elsa. „Ég þurfti því miður að takast á við málefni sem varða einelti.“ Hún jafnar hegðun sumra þingmanna við einelti og vill að stjórn þingsins geri eitthvað í málunum. „Þangað til bið ég alla háttvirta þingmenn að líta í eigin barm. Þar mun ég svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja.“Bjarkey segir ótækt að þingmenn gjaldfelli orðið einelti.vísir/vilhelm„Mér finnst gjaldfelling á hugtakinu einelti hvernig fólk fer með það hér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um orð Elsu. Henni þykir það ekki rétt notkun á hugtakinu einelti að nota það þegar verið er að tala um hvernig fólk gagnrýnir störf mótherjans á Alþingi. „Við vitum um fólk sem á um mjög sárt að binda vegna eineltis,“ sagði Bjarkey og bætti við að manneskja sem starfar í skóla og hefur þurft að kljást við eineltismál ætti að vita betur en að gjaldfella orðið einelti.Ræðu Bjarkeyjar má sjá hér að neðan.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér væri blöskrað vegna ummæla þingmanna um meint einelti í garð forsætisráðherra og forseta Alþingis. „Að ráðamenn telja sig lagða í einelti segir mér tvennt. Að þeir skilji ekki hugtakið einelti og tvö, að þeir skilja ekki eðli sinnar eigin stöðu, forréttinda og valds.“ Upplýsti Helgi að hann hefði sjálfur upplifað einelti í æsku en ræðu hans má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38