Í þættinum er sýnd auglýsing frá AOL frá tíunda áratuginum. Þar sem farið var yfir hvernig internetið myndi bæta líf allra. Síðan þá hefur margt breyst en internetið hefur orðið stór hluti af lífi allra, en það hefur einnig orðið nokkurskonar griðastaður fyrir áreiti.
Áður en John Oliver heldur áfram fer hann yfir nokkur af athugasemdum sem skrifuð eru á Youtube síðu þáttarins um hann sjálfan. Þátturinn er þó ekki um slíkt níð, heldur beinar ógnanir sem fær fólk til að óttast um öryggi sitt.
Konur sérstök fórnarlömb
Sérstaklega er ráðist gegn konum á netinu. Spilaðar eru nokkrar klippur þar sem konur úr leikjaiðnaðinum fara yfir hótanir sem þeim hefur borist. Konur sem segja skoðanir sínar á netinu eru sérstaklega vinsæl skotmörk nettrölla og haturs.
Þar að auki fjallar John Oliver um hefndarklám á netinu og þá staðreynd að einungis 23 ríki Bandaríkjanna hafi gert hefndarklám ólöglegt á síðustu árum. Konur geta höfðað mál til að öðlast eignarrétt yfir hefndarklámi, en til þess hafa sumar þeirra þurft að senda myndir af nöktum líkömum sínum til einkaleyfisskráningar.
Sem áður kemur John Oliver að kjarna málsins á skemmtilegan hátt. Í lok innslagsins er sýnd leikin auglýsing sem sýnir hvernig AOL auglýsing hefði í raun átt að vera til að veit rétta mynd af internetinu.