Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2015 08:45 Ráðherrarnir sem um ræðir. Þrír ráðherrar, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, svöruðu í gær fyrirspurnum Katrínar Júlíusdóttur um hve lengi þeir hafa verið erlendis á vegum ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili. Af ráðherrunum þremur hefur Illugi Gunnarsson verið mest á faraldsfæti. Illugi hefur alls verið 68 daga erlendis það sem af er en tvær lengstu ferðirnar hans tóku níu daga. Sú fyrri var opinber heimsókn ráðherrans til Kína í marsmánuði og ferð í apríl sem sameinaði ferð á MR-K fund í Færeyjum, til Jerevan vegna formennsku Íslands í Bologna samstarfinu og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ferð Illuga á vetrarólympíuleikana í Sochi tók átta daga. Kostnaður vegna ferða hans nam rúmum 15,3 milljónum króna. Ólöf Nordal tók við innanríkisráðherrastólnum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lok síðasta árs en í svarinu koma fram ferðir beggja ráðherra. Hanna Birna ferðaðist í alls 45 daga á meðan embættisstíð hennar stóð en Ólöf hefur verið ellefu daga á flakki.Utanlandsferðir þriggja ráðherra á kjörtímabilinu | Create infographics Kostnaður við ferðirnar nemur samtals tæpum 12,7 milljónum en þar af á Ólöf þrjár milljónir. Lengsta ferðin var ferð Ólafar á alþjóðlega hamfararáðstefnu í Sendai í Japan sem hún fór í að beiðni forsætisráðherra. Sú ferð tók átta daga og kostaði ríflega tvær milljónir. Eygló Harðardóttir hefur alls verið 38 daga erlendis og hafa ferðir hennar og fylgdarmanna hennar kostað ríflega níu og hálfa milljón. Hún er eini ráðherrann sem tiltekur nákvæmlega á hvaða tímabili ferðirnar áttu sér stað og er hægt að sjá kostnað við ferðirnar sundurliðaðan eftir árum. Lengstu ferðir hennar eru á árlegan kvennafund Sameinuðu Þjóðanna en þær taka viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlagusson, forsætisráðherra, svöruðu svipuðum fyrirspurnum fyrir skemmstu. Í svari Sigmundar kom fram að hann hefði verið 62 daga erlendis og kostnaður hefði numið tæpum 17 milljónum króna en kostnaður við ferðir Sigurðar Inga voru rúmar 11,7 milljónir við 48 daga. Samtals hafa ráðherrarnir þrír því verið 272 daga á erlendri grund og kostnaður við ferðirnar nemur 66.180.450 krónum. Hægt er að sjá graf með upplýsingum um ferðir ráðherranna hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17 Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þrír ráðherrar, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, svöruðu í gær fyrirspurnum Katrínar Júlíusdóttur um hve lengi þeir hafa verið erlendis á vegum ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili. Af ráðherrunum þremur hefur Illugi Gunnarsson verið mest á faraldsfæti. Illugi hefur alls verið 68 daga erlendis það sem af er en tvær lengstu ferðirnar hans tóku níu daga. Sú fyrri var opinber heimsókn ráðherrans til Kína í marsmánuði og ferð í apríl sem sameinaði ferð á MR-K fund í Færeyjum, til Jerevan vegna formennsku Íslands í Bologna samstarfinu og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ferð Illuga á vetrarólympíuleikana í Sochi tók átta daga. Kostnaður vegna ferða hans nam rúmum 15,3 milljónum króna. Ólöf Nordal tók við innanríkisráðherrastólnum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lok síðasta árs en í svarinu koma fram ferðir beggja ráðherra. Hanna Birna ferðaðist í alls 45 daga á meðan embættisstíð hennar stóð en Ólöf hefur verið ellefu daga á flakki.Utanlandsferðir þriggja ráðherra á kjörtímabilinu | Create infographics Kostnaður við ferðirnar nemur samtals tæpum 12,7 milljónum en þar af á Ólöf þrjár milljónir. Lengsta ferðin var ferð Ólafar á alþjóðlega hamfararáðstefnu í Sendai í Japan sem hún fór í að beiðni forsætisráðherra. Sú ferð tók átta daga og kostaði ríflega tvær milljónir. Eygló Harðardóttir hefur alls verið 38 daga erlendis og hafa ferðir hennar og fylgdarmanna hennar kostað ríflega níu og hálfa milljón. Hún er eini ráðherrann sem tiltekur nákvæmlega á hvaða tímabili ferðirnar áttu sér stað og er hægt að sjá kostnað við ferðirnar sundurliðaðan eftir árum. Lengstu ferðir hennar eru á árlegan kvennafund Sameinuðu Þjóðanna en þær taka viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlagusson, forsætisráðherra, svöruðu svipuðum fyrirspurnum fyrir skemmstu. Í svari Sigmundar kom fram að hann hefði verið 62 daga erlendis og kostnaður hefði numið tæpum 17 milljónum króna en kostnaður við ferðir Sigurðar Inga voru rúmar 11,7 milljónir við 48 daga. Samtals hafa ráðherrarnir þrír því verið 272 daga á erlendri grund og kostnaður við ferðirnar nemur 66.180.450 krónum. Hægt er að sjá graf með upplýsingum um ferðir ráðherranna hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17 Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17
Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00