Bestu kylfingar heims ekki sáttir við bandaríska golfsambandið eftir US Open 22. júní 2015 22:45 Ian Poulter var ekki sáttur um helgina. Getty Englendingurinn Ian Poulter er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann lætur bandaríska golfsambandið heyra það í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Mikið hefur verið rætt um ástanda flatanna á Chambers Bay vellinum þar sem US Open fór fram um helgina en Jordan Spieth sigraði á mótinu eftir æsispennandi lokahring.Poulter birtir mynd af flöt á Chambers Bay í færslunni sem er afar löng en þar biður hann um afsökunarbeiðni frá bandaríska golfsambandinu vegna þess hversu hræðilegar flatirnar í mótinu voru. „Ég er ekki að reyna að vera bitur og ég tek það fram að golfvöllurinn var í fínu standi en ef þetta hefði verið venjulegt mót á PGA-mótaröðinni þá hefðu margir þátttakendur pakkað saman á miðvikudeginum og hætt við að spila og farið heim. Flatirnar voru svo slæmar að ég hef ekki séð annað eins á öllum mínum keppnisferli. Bandaríska golfsambandið ætti að skammast sín fyrir hvað þeir gerðu um helgina.“ Margir þátttakendur í mótinu hafa tekið undir með Poulter og gagnrýnt flatirnar, meðal annars Billy Horschel, Chris Kirk, Camilo Villegas, Henrik Stenson, Sergio Garcia og Rory McIlroy en stærsta gagnrýnin kom frá goðsögninni Gary Player sem fór hamförum í sjónvarpsviðtali hjá Golf Channel og sakaði bandaríska golfsambandið hreinlega um að skemma mótið. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Ian Poulter er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann lætur bandaríska golfsambandið heyra það í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Mikið hefur verið rætt um ástanda flatanna á Chambers Bay vellinum þar sem US Open fór fram um helgina en Jordan Spieth sigraði á mótinu eftir æsispennandi lokahring.Poulter birtir mynd af flöt á Chambers Bay í færslunni sem er afar löng en þar biður hann um afsökunarbeiðni frá bandaríska golfsambandinu vegna þess hversu hræðilegar flatirnar í mótinu voru. „Ég er ekki að reyna að vera bitur og ég tek það fram að golfvöllurinn var í fínu standi en ef þetta hefði verið venjulegt mót á PGA-mótaröðinni þá hefðu margir þátttakendur pakkað saman á miðvikudeginum og hætt við að spila og farið heim. Flatirnar voru svo slæmar að ég hef ekki séð annað eins á öllum mínum keppnisferli. Bandaríska golfsambandið ætti að skammast sín fyrir hvað þeir gerðu um helgina.“ Margir þátttakendur í mótinu hafa tekið undir með Poulter og gagnrýnt flatirnar, meðal annars Billy Horschel, Chris Kirk, Camilo Villegas, Henrik Stenson, Sergio Garcia og Rory McIlroy en stærsta gagnrýnin kom frá goðsögninni Gary Player sem fór hamförum í sjónvarpsviðtali hjá Golf Channel og sakaði bandaríska golfsambandið hreinlega um að skemma mótið.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira