Fótbolti

Elías Már gæti mætt Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Real Madrid tilkynnti í dag að liðið fari til Noregs á undirbúninsgtímabili sínu í sumar og spili við Vålerenga í Ósló þann 9. ágúst.

Elías Már Ómarsson er á mála hjá Vålerenga og gæti því leikið gegn stjörnu prýddu liði Real Madrid þar sem Cristiano Ronaldo er fremstur í flokki.

Norðmaðurinn Martin Ödegaard er á mála hjá Real Madrid og fær því að spila með félaginu í heimalandinu. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann verði lánaður til annars félags á næsta tímabili en líklegt er þó að hann taki þátt í undirbúningstímabilinu af fullum krafti.

Real Madrid hefur sitt undirbúningstímabil með því að spila gegn Roma og Manchester City í Ástralíu dagana 18. og 24. júlí. Liðið heldur svo til Kína og Þýskalands áður en það kemur loks til Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×