Uppfært: Bam nennti ekki að kæra og málið úr höndum lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 22. júní 2015 10:15 Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera hefði kært árás sem hann varð fyrir á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík um liðna helgi. Vísir hafði það eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, en hann sagði við Morgunblaðið síðar að Bam hefði leiðst biðin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og yfirgefið stöðina án þess að leggja fram kæru. Er málið því ekki lengur í höndum lögreglu sem mun ekki aðhafast frekar.Click here for an English version Átti árásin sér stað í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni. Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum mátti sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú höfuðhögg en eitt þeirra var frá rapparanum Gísla Pálma.Sjá einnig: Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam MargeraÞegar Vísir greindi fyrst frá átökunum var haft eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hefði verið verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásin átti sé stað. Hann átti að hafa reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Voru mennirnir sem réðust á Bam sagðir hafa verið að koma stúlkunum til bjargar vegna áreitis frá Margera.Sjá einnig: Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólkÍ samtali við Vísi í gær þvertók Bam hins vegar fyrir að hann hafi áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en ekki með nokkru móti áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill. Hann sagði Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa. Margrera sagðist hafa komið þeim skilaboðum til Leon Hill að blaðamaður bandaríska tímaritsins The Rolling Stone hefði viljað ræða við hann. Sagði hann Hill hafa brugðið í brún við að sjá Margera við barinn í framleiðsluherberginu og í kjölfarið hefðu félagar hans ráðist á hann. Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera hefði kært árás sem hann varð fyrir á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík um liðna helgi. Vísir hafði það eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, en hann sagði við Morgunblaðið síðar að Bam hefði leiðst biðin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og yfirgefið stöðina án þess að leggja fram kæru. Er málið því ekki lengur í höndum lögreglu sem mun ekki aðhafast frekar.Click here for an English version Átti árásin sér stað í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni. Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum mátti sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú höfuðhögg en eitt þeirra var frá rapparanum Gísla Pálma.Sjá einnig: Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam MargeraÞegar Vísir greindi fyrst frá átökunum var haft eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hefði verið verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásin átti sé stað. Hann átti að hafa reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Voru mennirnir sem réðust á Bam sagðir hafa verið að koma stúlkunum til bjargar vegna áreitis frá Margera.Sjá einnig: Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólkÍ samtali við Vísi í gær þvertók Bam hins vegar fyrir að hann hafi áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en ekki með nokkru móti áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill. Hann sagði Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa. Margrera sagðist hafa komið þeim skilaboðum til Leon Hill að blaðamaður bandaríska tímaritsins The Rolling Stone hefði viljað ræða við hann. Sagði hann Hill hafa brugðið í brún við að sjá Margera við barinn í framleiðsluherberginu og í kjölfarið hefðu félagar hans ráðist á hann.
Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58
Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37