Erlent

Árleg hundakjötshátíð hafin þrátt fyrir mótmæli

Samúel Karl Ólason skrifar
Um tíu þúsund hundum er slátrað fyrir og á hátíðinni ár hvert.
Um tíu þúsund hundum er slátrað fyrir og á hátíðinni ár hvert. Vísir/EPA
Árleg hundakjötshátíð stendur nú yfir í suðvestur Kína en henni hefur verið mótmælt gífurlega, bæði utan landamæra Kína sem og innan. Með hátíðinni er verið að fagna sumarsólsstöðum. Mótmælendur segja að hátíðin sé grimmileg en íbúar Tianjin og aðstandendur hátíðarinnar segja dýrunum slátrað á mannúðlegan hátt.

Aðstandendur hátíðarinnar segja að hundunum sé slátrað mannúðlega.Vísir/EPA
Á vef BBC er haft eftir þarlendum miðlum að át hundakjöts eigi sér 400-500 ára sögu í Kína, Suður-Kóreu og öðrum löndum. Umrædd hátíð var hins vegar haldin í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 3,9 milljónir skrifað undir áskorun um að hátíðin verði lögð niður. Myndir frá hátíðinni sýna hvar hundum hefur verið troðið í búr.

Sjá einnig: Bjargaði hundrað hundum frá því að vera étnir

Samkvæmt BBC hefur hundakjötsiðnaðurinn í Kína meðal annars verið sakaður um að slátra hundum sem hefur jafnvel verið stolið úr görðum fólks.

Íbúar Tianjin segja að ef þeir vilji borða hundakjöt, þá geri þeir það. Þetta sé sé sterk hefð á þeirra svæði. Hundruð þúsunda notenda á samfélagsmiðlum Kína hafa hins vegar tjáð sig um hátíðina á neikvæðum nótum. 

Komið hefur til átaka á milli þeirra sem eru á móti hátíðinni og þeirra sem eru hliðhollir henni.

Gífurlegum fjölda hunda er haldið í búrum, þar til þeir eru keyptir, drepnir og eldaðir.Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×