Innlent

Innan við 20 prósent félagsmanna VR hafa greitt atkvæði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Um 4.400 félagsmenn VR hafa greitt atkvæði um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins.
Um 4.400 félagsmenn VR hafa greitt atkvæði um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm
Um 4.400 hafa greitt atkvæði um nýja kjarasamninga VR við Samtök atvinnulífsins. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar muni liggja fyrir um klukkan hálf eitt í dag en atkvæðagreiðslunni, sem fer fram rafrænt, lýkur klukkan tólf. Yfir 26 þúsund eru á kjörskrá og er því þátttaka aðeins um 17 prósent enn sem komið er.

Félagsmenn í Starsfgreinasambandinu og Flóabandalaginu greiða einnig atkvæði um kjarasamninginn en Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að um 23 prósent af tæplega 9.600 félagsmönnum hafi verið búnir að greiða atkvæði um samninginn í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×