Erlent

Talíbanar réðust á þinghúsið í Kabúl

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Flókið verður að greiða úr ástandinu, að því er fréttaritari BBC segir.
Flókið verður að greiða úr ástandinu, að því er fréttaritari BBC segir. Vísir/AFP
Talíbanar réðust á afganska þinghúsið í Kabúl og réðust þar inn snemma í morgun. Stór bílsprengja var sprengd fyrir framan húsið áður en árásarmennirnir réðust þar inn. Lögreglan hefur drepið árásarmennina, sem voru sex talsins.



Lögreglan rýmdi þinghúsið og svæðið í kring. BBC greinir frá því að afganskur fjölmiðill segi að önnur sprengja hafi verið sprengt á Dahmazang svæðinu í Kabúl



Myndir sem teknar hafa verið af þingmönnum og öðrum starfsmönnum inn í þinghúsinu sýna að þar er mikill reykur eftir sprengingarnar.



Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem gerð var þegar nýr varnarmálaráðherra var kynntur fyrir þinginu. Enginn varnarmálaráðherra hefur verið í ríkisstjórn Afganistan í um margra mánaða skeið. 



Átján eru sagðir slasaðir, þar af ein þingkona.

Uppfært klukkan 08.45




Fleiri fréttir

Sjá meira


×