Jordan Spieth sigraði á US Open eftir ótrúlega dramatík Kári Örn Hinriksson skrifar 22. júní 2015 12:45 Spieth fagnar mikilvægum fugli á 16. holu í kvöld. Getty Dramamatíkin verður vart meiri heldur en hún var á lokaholunum á US Open sem kláraðist í kvöld en Jordan Spieth tryggði sér sinn annan risatitil í röð eftir að hafa leikið holurnar 72 á Chambers Bay á fimm höggum undir pari. Á eftir honum komu þeir Louis Oosthuizen og Dustin Johnson á fjórum höggum undir en sá síðarnefndi var með pálmann í höndunum þegar að hann labbaði inn á flötina á 18. holu enda hafði hann rúmlega fjögurra metra pútt fyrir erni og til þess að sigra á mótinu. Taugarnar fóru þó illa með Johnson sem þrípúttaði á einhvern ótrúlegan hátt en hann fékk að lokum bara par á holuna sem tryggði hinum 21 árs gamla Spieth titilinn.Adam Scott, Cameron Smith og Branden Grace deildu fjórða sætinu á þremur höggum undir pari en Grace hafði leikið frábært golf á lokahringnum áður en hann sló boltann út fyrir vallarmörk á 16. holu sem kostaði hann tvöfaldan skolla. Þá gerði Rory McIlroy einnig atlögu að titlinum en hann var átta höggum frá efstu mönnum fyrir lokahringinn. McIlroy fékk hvern fuglinn á fætur öðrum og var um tíma kominn í toppbaráttuna en tveir skollar seint á hringnum urðu til þess að hann datt aftur niður skortöfluna. Jordan Spieth er yngsti kylfingurinn til þess að sigra á US Open síðan að Bobby Jones gerði það árið 1923 en ljóst er að þessi magnaði kylfingur er kominn til að vera á toppnum í mörg ár. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Dramamatíkin verður vart meiri heldur en hún var á lokaholunum á US Open sem kláraðist í kvöld en Jordan Spieth tryggði sér sinn annan risatitil í röð eftir að hafa leikið holurnar 72 á Chambers Bay á fimm höggum undir pari. Á eftir honum komu þeir Louis Oosthuizen og Dustin Johnson á fjórum höggum undir en sá síðarnefndi var með pálmann í höndunum þegar að hann labbaði inn á flötina á 18. holu enda hafði hann rúmlega fjögurra metra pútt fyrir erni og til þess að sigra á mótinu. Taugarnar fóru þó illa með Johnson sem þrípúttaði á einhvern ótrúlegan hátt en hann fékk að lokum bara par á holuna sem tryggði hinum 21 árs gamla Spieth titilinn.Adam Scott, Cameron Smith og Branden Grace deildu fjórða sætinu á þremur höggum undir pari en Grace hafði leikið frábært golf á lokahringnum áður en hann sló boltann út fyrir vallarmörk á 16. holu sem kostaði hann tvöfaldan skolla. Þá gerði Rory McIlroy einnig atlögu að titlinum en hann var átta höggum frá efstu mönnum fyrir lokahringinn. McIlroy fékk hvern fuglinn á fætur öðrum og var um tíma kominn í toppbaráttuna en tveir skollar seint á hringnum urðu til þess að hann datt aftur niður skortöfluna. Jordan Spieth er yngsti kylfingurinn til þess að sigra á US Open síðan að Bobby Jones gerði það árið 1923 en ljóst er að þessi magnaði kylfingur er kominn til að vera á toppnum í mörg ár.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira