Golf

Axel Íslandsmeistari í holukeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Axel getur leyft sér að fagna í kvöld.
Axel getur leyft sér að fagna í kvöld. vísir/daníel
Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í holukeppni eftir sigur á félaga sínum úr Golfklúbbi Keili, Benedikt Sveinssyni. Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri.

Axel byrjaði frábærlega og fékk fjóra fugla á fyrstu fjórum holunum, en Benedikt var alls ekki að spila illa. Hann var tveimur undir pari eftir holurnar fjórar, en Axel var að spila frábærlega og var tvær holur upp þegar fjórum holum var lokið.

Hægt og rólega jók Axel forskotið og á tímapunkti var Axel með fimm holu forystu. Þá var það algjört formsatriði fyrir Axel að klára þetta og hann tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í holukeppninni.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Axel verður Íslandsmeistari í holukeppni, en Theodór Emil Karlsson, GM, vann Stefán Már Stefánsson, GR, í baráttunni um bronsið 4/2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×