Lowe: Bjuggum okkur undir harða keppni við Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. júní 2015 14:30 Rosberg átti 25 stig skilið fyrir aksturinn í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn annað árið í röð og minnkaði bilið í Lewis Hamilton niður í 10 stig í heimsmeistarakeppni ökumnanna. „Ræsingin skóp keppnina, ég reyndi að leggja allt í sölurnar og var mjög ánægður með bílinn,“ sagði Rosberg. „Ég gerði mistök í ræsingunni og þá tapaði ég stöðunni á brautinni. Nico ók afar vel í dag,“ sagði Hamilton. „Það var gaman að standa hér og þetta kom mér aðeins á óvart, ég veit ekki hvað gerðist hjá Sebastian en allt í einu var hann fyrir aftan mig. Baráttan var erfið en skemmtileg,“ sagði Felipe Massa á verðlaunapallinum. „Dekkið hjá Nico var farið að slitna og þá fer það að hristast aðeins og í hreinskilni sagt þá hafði hann mun meiri áhyggjur af því en við. Eftir föstudagsæfingarnar bjuggum við okkur undir harða keppni við Ferrari, en sem betur fer varð ekkert úr henni,“ sagði Paddy Lowe tæknistjóri Mercedes. Ferrari virtist ekki geta keppt við Mercedes í dag, Sebastian Vettel var búinn að missa Mercedes ökumennina langt frá sér þegar mistökin urðu í þjónustuhléinu.Raikkonen og Alonso lentu saman senniega vegna mistaka Raikkonen. Sem betur fer gengu báðir í burtu.Vísir/Getty„Kimi missti bílinn til vinstri þar sem ég var og við fórum saman á vegginn og bíllinn minn endaði ofan á hans. Sem betur fer lenti bíllinn minn ekki á hausnum á honum. Hann missti bílinn í fimmta gír sem er skrýtið,“ sagði Fernando Alonso. „Ég sá tækifærið til að komast fram úr um leið og vesenið byrjaði hjá Sebastian í þjónustuhléinu,“ sagði Rob Smedley frammistöðustjóri Williams. „Keppnin hefði þurft að vera töluvert mikið lengri til að gefa mér tækifæri á að komast fram úr Felipe. Mercedes virðist geta notað tímatöku stillingarnar á vélinni oftar í keppninni,“ sagði Vettel sem endaði fjórði. „Keppnin var góð en því miður var baráttan ekki framar. Þetta er góð niðurstaða fyrir okkur sem lið en auðvitað vill maður alltaf meira,“ sagði Valtteri Bottas sem endaði fimmti á Williams bílnum. „Ég er mjög ánægður með sjötta sæti. Við vissum að það væri mjög erfitt að halda Williams fyrir aftan. Uppfærslurnar sem koma fyrir næstu keppni eru mjög spennandi. Við vonum bara að þær virki,“ sagði Nico Hulkenberg sem endaði sjötti og lauk góðri viku. Hann vann Le mans sólarhringskappaksturinn og náði góðum stigum í dag. Formúla Tengdar fréttir Button: Vonandi verður Alonso fljótari en ég Jenson Button ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag að hann vonaði að liðsfélagi sinn, Fernando Alonso yrði fljótari en hann um helgina. 18. júní 2015 23:00 Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton á Meredes náði ráspól. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 20. júní 2015 13:30 Nico Rosberg vann í Austurríki Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 21. júní 2015 13:37 Massa: Mikilvægt að setja pressu á Ferrari Felipe Massa annar ökumanna Williams liðsins í Formúlu 1 segir að það sé mikilvægt fyrir liðið að setja pressu á Ferrari í nánustu framtíð. 16. júní 2015 22:00 Rosberg og Vettel fljótastir á æfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 19. júní 2015 21:30 Rosberg: Ég reyndi of mikið og því fór sem fór Lewis Hamilton tryggði Mercedes 19. ráspól liðsins í röð í Austurríki í dag. Þetta er orðin önnur lengsta röð ráspóla í sögu Formúlu 1. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 20. júní 2015 15:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn annað árið í röð og minnkaði bilið í Lewis Hamilton niður í 10 stig í heimsmeistarakeppni ökumnanna. „Ræsingin skóp keppnina, ég reyndi að leggja allt í sölurnar og var mjög ánægður með bílinn,“ sagði Rosberg. „Ég gerði mistök í ræsingunni og þá tapaði ég stöðunni á brautinni. Nico ók afar vel í dag,“ sagði Hamilton. „Það var gaman að standa hér og þetta kom mér aðeins á óvart, ég veit ekki hvað gerðist hjá Sebastian en allt í einu var hann fyrir aftan mig. Baráttan var erfið en skemmtileg,“ sagði Felipe Massa á verðlaunapallinum. „Dekkið hjá Nico var farið að slitna og þá fer það að hristast aðeins og í hreinskilni sagt þá hafði hann mun meiri áhyggjur af því en við. Eftir föstudagsæfingarnar bjuggum við okkur undir harða keppni við Ferrari, en sem betur fer varð ekkert úr henni,“ sagði Paddy Lowe tæknistjóri Mercedes. Ferrari virtist ekki geta keppt við Mercedes í dag, Sebastian Vettel var búinn að missa Mercedes ökumennina langt frá sér þegar mistökin urðu í þjónustuhléinu.Raikkonen og Alonso lentu saman senniega vegna mistaka Raikkonen. Sem betur fer gengu báðir í burtu.Vísir/Getty„Kimi missti bílinn til vinstri þar sem ég var og við fórum saman á vegginn og bíllinn minn endaði ofan á hans. Sem betur fer lenti bíllinn minn ekki á hausnum á honum. Hann missti bílinn í fimmta gír sem er skrýtið,“ sagði Fernando Alonso. „Ég sá tækifærið til að komast fram úr um leið og vesenið byrjaði hjá Sebastian í þjónustuhléinu,“ sagði Rob Smedley frammistöðustjóri Williams. „Keppnin hefði þurft að vera töluvert mikið lengri til að gefa mér tækifæri á að komast fram úr Felipe. Mercedes virðist geta notað tímatöku stillingarnar á vélinni oftar í keppninni,“ sagði Vettel sem endaði fjórði. „Keppnin var góð en því miður var baráttan ekki framar. Þetta er góð niðurstaða fyrir okkur sem lið en auðvitað vill maður alltaf meira,“ sagði Valtteri Bottas sem endaði fimmti á Williams bílnum. „Ég er mjög ánægður með sjötta sæti. Við vissum að það væri mjög erfitt að halda Williams fyrir aftan. Uppfærslurnar sem koma fyrir næstu keppni eru mjög spennandi. Við vonum bara að þær virki,“ sagði Nico Hulkenberg sem endaði sjötti og lauk góðri viku. Hann vann Le mans sólarhringskappaksturinn og náði góðum stigum í dag.
Formúla Tengdar fréttir Button: Vonandi verður Alonso fljótari en ég Jenson Button ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag að hann vonaði að liðsfélagi sinn, Fernando Alonso yrði fljótari en hann um helgina. 18. júní 2015 23:00 Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton á Meredes náði ráspól. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 20. júní 2015 13:30 Nico Rosberg vann í Austurríki Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 21. júní 2015 13:37 Massa: Mikilvægt að setja pressu á Ferrari Felipe Massa annar ökumanna Williams liðsins í Formúlu 1 segir að það sé mikilvægt fyrir liðið að setja pressu á Ferrari í nánustu framtíð. 16. júní 2015 22:00 Rosberg og Vettel fljótastir á æfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 19. júní 2015 21:30 Rosberg: Ég reyndi of mikið og því fór sem fór Lewis Hamilton tryggði Mercedes 19. ráspól liðsins í röð í Austurríki í dag. Þetta er orðin önnur lengsta röð ráspóla í sögu Formúlu 1. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 20. júní 2015 15:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Button: Vonandi verður Alonso fljótari en ég Jenson Button ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag að hann vonaði að liðsfélagi sinn, Fernando Alonso yrði fljótari en hann um helgina. 18. júní 2015 23:00
Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton á Meredes náði ráspól. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 20. júní 2015 13:30
Nico Rosberg vann í Austurríki Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 21. júní 2015 13:37
Massa: Mikilvægt að setja pressu á Ferrari Felipe Massa annar ökumanna Williams liðsins í Formúlu 1 segir að það sé mikilvægt fyrir liðið að setja pressu á Ferrari í nánustu framtíð. 16. júní 2015 22:00
Rosberg og Vettel fljótastir á æfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 19. júní 2015 21:30
Rosberg: Ég reyndi of mikið og því fór sem fór Lewis Hamilton tryggði Mercedes 19. ráspól liðsins í röð í Austurríki í dag. Þetta er orðin önnur lengsta röð ráspóla í sögu Formúlu 1. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 20. júní 2015 15:00