Allt í járnum fyrir lokahringinn á Chambers Bay Kári Örn Hinriksson skrifar 21. júní 2015 12:52 Jason Day var augljóslega þjáður á þriðja hring. Getty Það er óhætt að fullyrða að það sé mikil spenna fyrir lokahringinn á US Open en fjórir heimsklassa kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Það eru þeir Brendan Grace, Jason Day, Dustin Johnson og Jordan Spieth en næstu menn eru þremur höggum á eftir efstu mönnum á einu höggi undir pari. Chambers Bay völlurinn hefur reynst þátttakendum mjög erfiður en hraðar flatir, mikill vindur og þykkur kargi hafa gert það að verkum að aðeins átta kylfingar eru undir pari eftir 54 holur. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, rétt náði niðurskurðinum í gær en hann er á fjórum höggum yfir pari og ólíklegur til þess að endurtaka leikinn frá 2011 þar sem hann sigraði US Open með fádæma yfirburðum. Frammistöðu gærdagsins átti samt sem áður Jason Day en hann lék hringinn á 68 höggum eða tveimur undir pari þrátt fyrir að vera sýnilega veikur. Day var sýnilega mjög kvalinn á hringnum en hann skalf, var með hita og þurfti að nota verkjalyf einfaldlega til þess að klára leik en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar að hann setti niður síðasta púttið á 18. holu. Lokahringirnir á US Open eru þekktir fyrir að vera æsispennandi en veislan hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að það sé mikil spenna fyrir lokahringinn á US Open en fjórir heimsklassa kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Það eru þeir Brendan Grace, Jason Day, Dustin Johnson og Jordan Spieth en næstu menn eru þremur höggum á eftir efstu mönnum á einu höggi undir pari. Chambers Bay völlurinn hefur reynst þátttakendum mjög erfiður en hraðar flatir, mikill vindur og þykkur kargi hafa gert það að verkum að aðeins átta kylfingar eru undir pari eftir 54 holur. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, rétt náði niðurskurðinum í gær en hann er á fjórum höggum yfir pari og ólíklegur til þess að endurtaka leikinn frá 2011 þar sem hann sigraði US Open með fádæma yfirburðum. Frammistöðu gærdagsins átti samt sem áður Jason Day en hann lék hringinn á 68 höggum eða tveimur undir pari þrátt fyrir að vera sýnilega veikur. Day var sýnilega mjög kvalinn á hringnum en hann skalf, var með hita og þurfti að nota verkjalyf einfaldlega til þess að klára leik en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar að hann setti niður síðasta púttið á 18. holu. Lokahringirnir á US Open eru þekktir fyrir að vera æsispennandi en veislan hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira