Erlent

Tíu særðir eftir skotárás í barnaafmæli

Alls er talið að um 400 manns hafi verið í afmælinu þegar árásin átti sér stað.
Alls er talið að um 400 manns hafi verið í afmælinu þegar árásin átti sér stað.
Árásarmenn skutu af vélbyssum í barnaafmæli með þeim afleiðingum að einn lést og níu manns særðust í Detroit í Bandaríkjunum í nótt.

Maðurinn sem lést var tvítugur en alls særðust þrjár konur og sex karlar í árásinni.

Mikil mildi að ekkert barn hafi særst eða látist í árásinni en barnaafmælið fór fram á körfuboltavelli í Detroit í Michigan-fylki.

Talið er að 400 manns hafi verið viðstaddir þegar árásin átti sér stað en lögreglan vestanhafs segir að hún hafi ekki fengið neinar vísbendingar frá sjónarvottum sem eru tregir til samstarfs.

„Ég er virkilega reiður því það eru börn þarna úti. Það eru engar réttlætingar til fyrir því að vilja ekki starfa með lögreglumönnum að þessari rannsókn,“ sagði aðstoðarlögreglustjórinn í Detroit í samtali við þarlenda fjölmiðla.

Hann segir að lögreglan leiti nú að eiganda rauðs bíls sem fannst skammt frá körfuboltavellinum en annars sé málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×