Lífið

Myndasafn: Laugardagur á Secret Solstice

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Annar dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fór fram í Laugardalnum og sem fyrr var margt um manninn og stemningin mikil.

Ljósmyndari Vísis, Andri Marínó Karlsson, er mikið samkvæmisljón og lét sig ekki vanta á hátíðina og fangaði stemninguna eins og honum einum er lagið.

Hér að ofan má sjá afraksturinn en í myndasafninu kennir ýmissa grasa.

Má þar til að mynda sjá rapparana Gísla Pálma, Tiny og hinn goðsagnakennda Busta Rhymes trylla lýðinn eins og þeim einum er lagið.

Þá má sjá mann sem veifaði öxi af miklum móð og menn að að flatmaga í hæsta heita potti landsins.


Tengdar fréttir

RVK Soundsystem verður RVK Sundsystem

Þeir sem vilja losa sig við dreggja gærkvöldsins ættu að líta við í Laugardagslaug á morgun þar sem boðið verður upp á sundlaugarpartý af gamla skólanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×