Innlent

Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Barack Obama.
Barack Obama. vísir/epa
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir fjöldamorðin í kirkju þeldökkra í Charleston í liðinni viku sýna að kynþáttafordómar séu enn meinsemd í bandarísku samfélagi.

Obama hélt ræðu í San Fransisco í gær en fyrr um daginn hafði Dylan Roof, sem grunaður er um að hafa skotið níu svarta Bandaríkjamenn til bana á miðvikudag, komið fyrir dómara. Roof sýndi engin viðbrögð þegar ættingjar fórnarlamba hans ávörpuðu hann en margir þeirra sögðust fyrirgefa honum.

Komið hefur fram að Roof hafi viljað koma af stað kynþáttastríði í Bandaríkjunum. Obama sagði þetta sýna að kynþáttafordómar væru enn til staðar í landinu og að þjóðin þyrfti að standa saman í baráttunni gegn þeim.

„Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri. Þegar þeir eitra huga ungs fólks, grefur það undan hugsjónum okkar og lýðræði,“ sagði Obama. Hann lofaði svo ættingja fórnarlambanna sem hefðu fyrirgefið Roof fyrir gjörðir hans. 


Tengdar fréttir

Fékk skotvopnið í afmælisgjöf

Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×