Erlent

Minnst 37 létust í flugslysi

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvélin er sögð hafa lent á íbúðarhúsum.
Flugvélin er sögð hafa lent á íbúðarhúsum. Vísir/EPA
Minnst 30 eru látnir í Indónesíu eftir að herflugvél brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Medan. Flugvélin brotlenti skömmu eftir flugtak og var verið að reyna að lenda vélinni aftur.

Um er að ræða C-130 Hercules flugvél.

Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfirVísir/EPA
Minnst 50 voru um borð í flugvélinni sjálfri samkvæmt farmskrá vélarinnar en flugherinn segir óvíst hve margir hafi í raun verið í flugvélinni. Nú stendur yfir umfangsmikil björgunaraðgerð. 37 lík hafa fundist á svæðinu en líklega verða þau fleiri.

Flugvélin er sögð hafa lent á tveimur húsum sem stóðu í ljósum logum eftir slysið.

Árið 2005 brotlenti Boeing 737 flugvél í þéttbýlu íbúðarhverfi í borginni skömmu eftir flugtak. Þá dóu 143 og þar af 30 sem voru ekki í flugvélinni.

Samkvæmt BBC skemmdust hús í nágrenni slyssins og fylgdust fjöldi manna með björgunarstarfinu.

Talsmaður flughers Indónesíu segir ekki liggja fyrir hver orsök flugslyssins sé. Flugmaðurinn hafði þó beðið um að fá að lenda aftur vegna „tæknilegra vandamála“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×