Uppbótartíminn: Hrækt á besta vin Gunnars Nelson | Myndbönd 30. júní 2015 10:00 Marko Andelkovic og Haukur Páll Sigurðsson eigast við í leiknum viðburðaríka á Vodafone-vellinum. vísir/valli Tíunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH er með þriggja stiga forskot á toppnum eftir sigur á Fjölni en KR er komið í annað sætið eftir að merja sigur á nýliðum Leiknis. Fylkir vann mikilvægan sigur og Stjarnan komst aftur í gang en ekkert gengur hjá Keflavík sem er á botni deildarinnar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Keflavík - Stjarnan 1-1Fjölnir - FH 1-3Valur - ÍA 4-2KR - Leiknir 1-0ÍBV - Breiðablik 2-0Fylkir - Víkingur 1-0Ásmundur Arnarsson náði í mikilvægan sigur.vísir/valliGóð umferð fyrir ...... Arnar Már Björgvinsson Vængmaðurinn eldfljóti var magnaður á síðustu leiktíð og skoraði Stjarnan varla mark sem hann kom ekki að. Hann hefur ekki verið jafngóður á þessu tímabili en minnti heldur betur á sig með flottri frammistöðu í Keflavík. Hann skoraði ekki annað mark leiksins eins og hann reynir eflaust að halda áfram, en sóknina sem leiddi að markinu hóf hann.... Ólaf Jóhannesson Smiðurinn fagnaði enn einum sigrinum með Valsmönnum en liðið er í bullandi toppbaráttu eftir að leggja Skagann, 4-2. Valsliðið spilaði virkilega vel í leiknum eins og það hefur gert allan mánuðinn. Valur vann þrjá deildarleiki og gerði eitt jafntefli í júnímánuði og vann tvo bikarleiki. „Ég á afmæli í júní þannig það er frábær mánuður,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi eftir leik.... Ásmund Arnarsson Sæti Fylkisþjálfarans var aðeins farið að hitna fyrir úrslitavikuna þar sem liðið náði í fjögur stig eftir jafntefli á útivelli gegn Leikni og 1-0 sigur á Víkingum. Fylkisliðið var yfirspilað á heimavelli gegn Víkinum en stal sigrinum með marki í uppbótartíma. Ásmundur getur þakkað Alberti Brynjari og Ásgeiri Erni fyrir að létta á sér pressunni.Kristinn Jónsson átti ekki sinn besta leik.vísir/ernirErfið umferð fyrir ...... Marko Andelkovic Serbinn hrækti á Hauk Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals, sem er vitaskuld óboðlegt. „Hann veit líklega ekki að besti vinur Hauks Páls er Gunnar Nelson, bardagakappi,“ sagði Hjörvar Hafliðason um atvikið í Pepsi-mörkunum. En það var ekkert það eina sem Andelkovic gerði rangt í tapinu gegn Val. Þrátt fyrir að leggja upp annað mark Skagamanna var hann skelfilega dapur í leiknum, sérstaklega í varnarleiknum þar sem hann skilaði mínus í framlagi.... Tryggva Guðmundsson Það þarf svo sem ekkert að fara ofan í saumana á því sem Tryggvi gerði af sér. Hann var einum sólarhring frá því að láta drauminn rætast um að stýra uppeldisfélagi sínu í efstu deild en klúðraði því sjálfur. Vonandi kemur hann bara sterkari til baka. Sem betur fer fyrir Eyjamenn vannst leikurinn þannig eitthvað jákvætt má taka frá helginni.... Kristinn Jónsson Bakvörðurinn magnaði hefur eðlilega fengið gríðarlega mikið hrós í sumar enda verið ótrúlega góður. Hann leit aftur á móti ekki vel út í mörkunum sem ÍBV skoraði í fyrsta tapi Blika í sumar. Hann réð ekkert við Glenn í fyrsta markinu og lét svo Víði Þorvarðarson baka sig í seinna markinu. Menn geta ekki alltaf verið fullkomnir.Rolf Toft og Jóhannes Karl Guðjónsson í leik Víkings og Fylkis.vísir/valliTölfræðin og sagan: *Jonathan Glenn hefur skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum ÍBV í Pepsi-deildinni. *Blikar lentu í fyrsta skipti undir í leik í Pepsi-deildinni síðan í 1-1 jafntefli við Keflavík 17. maí. *Breiðablik hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í 8 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Patrick Pedersen hefur skorað 7 af 8 mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í fyrri hálfleik. *Patrick Pedersen hefur fengið 83 mínútur í sumar til að innsigla sína fyrstu þrennu í Pepsi-deildinni en án árangurs. *Ekkert liðanna sjö sem hafa unnið Keflavík í Pepsi-deildinni í sumar hafa náð að vinna næsta leik á eftir. *Skagamenn hafa aðeins náði í 1 stig í síðustu 4 útileikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Þorsteinn Már Ragnarsson hefur skorað 6 af síðustu 7 mörkum sínum í Pepsi-deildinni eftir að hafa komið inná sem varamaður. *Leiknismenn skoruðu 10 mörk í fyrstu 6 leikjum sínum í Pepsi-deildinni en síðan aðeins 1 mark í síðustu 4. *Stefán Logi Magnússon hefur haldið 5 sinnum hreinu í síðustu 7 leikjum KR í Pepsi-deildinni. *Markatala KR síðustu 276 mínúturnar sem Gonzalo Balbi hefur spilað í Pepsi-deildinni er 5-0. *FH-liðið er búið að vinna þrjá útileiki í röð í Pepsi-deildinni. *Fjölnismenn voru fyrir leikinn búnir að spila 11 heimaleiki í röð í Pepsi-deildinni án þess að tapa. *Fjölnir er búið að fá á sig fleiri mörk í síðustu 2 leikjum (5) en fimm Pepsi-deildarleikjum þar á undan (4). *Markatala FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar í næsta leik eftir leik þar sem liðið tapaði stigum er +7 (11-4 í 3 leikjum). *Fyrsta mark Jeppe Hansen í 413 leikmínútur og 40 daga eða síðan að hann skoraði á móti Víkingum 20. maí. *Keflvíkingar hafa skorað í öllum 6 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en aðeins unnið einn þeirra.Ingvar Þór Kale í kröppum dansi gegn ÍA.vísir/gettySkemmtilegir punkar úr Boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Vodafone-velli: „Gunnlaugur Jónsson og Garðar Örn eru nú aðeins að spjalla saman við hliðarlínuna. Báðir eru þeir miklir áhugamenn um tónlist. Kannski eru þeir að ræða um skallapopp.“Ingvi Þór Sæmundsson á Alvongen-velli: Eyjólfur Tómasson fékk beint rautt spjald: „EYJÓLFUR TÓMASSON HVAÐ ERTU AÐ GERA???!!!“Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Erlendur dómari mun dæma leik Fjölnis og FH í kvöld. Erlendur er þó dómari hér í Vestmannaeyjum en hann er þó Eiríksson ólíkt dómaranum sem dæmir leik Fjölnis og FH.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni - 8 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 8 Patrick Pedersen, Val - 8 Avni Pepa, ÍBV - 8 Ólafur Íshólm Ólafsson, Fylki - 8 Eyjólfur Tómasson, Leikni - 2 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 Ellert Hreinsson, Breiðabliki - 3 Mark Charles Magee, Fjölni - 3 Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Fjölni - 3Umræðan á #pepsi365#teamTG9 vá, þvílík karlmennska að koma bara fram og ekkert vera að tala í kringum hlutina! #pepsi365#fotboltinet#tg9 — Eysteinn Þorri (@eysteinnth) June 30, 2015Lagaðu allavega beyglurnar í derhúfunni sauður, það er #fashion101! #pepsi365 — Jóhann Helgi (@johannhelgi) June 29, 2015Óli Jó og @PalliDidda í sérflokki í viðtölum kvöldsins #pepsi365#fagmennzka — Gunnleifsson (@GulliGull1) June 29, 2015„Það er að næra sál“ - @freyrale með einlægasta (og hárrétt) komment dagsins. Afi Hans á líka afmæli. #pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) June 29, 2015Mjög hrifinn af dagbókinni hjà A.Gunnlaugsson ! #pepsi365 — Daníel Guðmundsson (@danielgudni) June 29, 2015TG9 hefur mína virðingu fyrir þetta viðtal,ekki auðvelt að koma fram og viðurkenna misgjörðir sýnar #Virðing#teamTG9#fotboltinet#pepsi365 — Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) June 29, 2015Stöð 2 Sport hlýtur að tryggja sér Gullbikarinn! Hálf Pepsi-deildin verður þarna. #fotboltinet#bestasætið#pepsi365 — Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 29, 2015Strípurnar hans Inga Sig eru í hæðsta gæðaflokki.. giska á hettustrípur #pepsi365 — Hildur Einarsdóttir (@HildurEinarsd) June 29, 2015Mark 10. umferðar: Atvik 10. umferðar: Markasyrpa 10. umferðar: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Tíunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH er með þriggja stiga forskot á toppnum eftir sigur á Fjölni en KR er komið í annað sætið eftir að merja sigur á nýliðum Leiknis. Fylkir vann mikilvægan sigur og Stjarnan komst aftur í gang en ekkert gengur hjá Keflavík sem er á botni deildarinnar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Keflavík - Stjarnan 1-1Fjölnir - FH 1-3Valur - ÍA 4-2KR - Leiknir 1-0ÍBV - Breiðablik 2-0Fylkir - Víkingur 1-0Ásmundur Arnarsson náði í mikilvægan sigur.vísir/valliGóð umferð fyrir ...... Arnar Már Björgvinsson Vængmaðurinn eldfljóti var magnaður á síðustu leiktíð og skoraði Stjarnan varla mark sem hann kom ekki að. Hann hefur ekki verið jafngóður á þessu tímabili en minnti heldur betur á sig með flottri frammistöðu í Keflavík. Hann skoraði ekki annað mark leiksins eins og hann reynir eflaust að halda áfram, en sóknina sem leiddi að markinu hóf hann.... Ólaf Jóhannesson Smiðurinn fagnaði enn einum sigrinum með Valsmönnum en liðið er í bullandi toppbaráttu eftir að leggja Skagann, 4-2. Valsliðið spilaði virkilega vel í leiknum eins og það hefur gert allan mánuðinn. Valur vann þrjá deildarleiki og gerði eitt jafntefli í júnímánuði og vann tvo bikarleiki. „Ég á afmæli í júní þannig það er frábær mánuður,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi eftir leik.... Ásmund Arnarsson Sæti Fylkisþjálfarans var aðeins farið að hitna fyrir úrslitavikuna þar sem liðið náði í fjögur stig eftir jafntefli á útivelli gegn Leikni og 1-0 sigur á Víkingum. Fylkisliðið var yfirspilað á heimavelli gegn Víkinum en stal sigrinum með marki í uppbótartíma. Ásmundur getur þakkað Alberti Brynjari og Ásgeiri Erni fyrir að létta á sér pressunni.Kristinn Jónsson átti ekki sinn besta leik.vísir/ernirErfið umferð fyrir ...... Marko Andelkovic Serbinn hrækti á Hauk Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals, sem er vitaskuld óboðlegt. „Hann veit líklega ekki að besti vinur Hauks Páls er Gunnar Nelson, bardagakappi,“ sagði Hjörvar Hafliðason um atvikið í Pepsi-mörkunum. En það var ekkert það eina sem Andelkovic gerði rangt í tapinu gegn Val. Þrátt fyrir að leggja upp annað mark Skagamanna var hann skelfilega dapur í leiknum, sérstaklega í varnarleiknum þar sem hann skilaði mínus í framlagi.... Tryggva Guðmundsson Það þarf svo sem ekkert að fara ofan í saumana á því sem Tryggvi gerði af sér. Hann var einum sólarhring frá því að láta drauminn rætast um að stýra uppeldisfélagi sínu í efstu deild en klúðraði því sjálfur. Vonandi kemur hann bara sterkari til baka. Sem betur fer fyrir Eyjamenn vannst leikurinn þannig eitthvað jákvætt má taka frá helginni.... Kristinn Jónsson Bakvörðurinn magnaði hefur eðlilega fengið gríðarlega mikið hrós í sumar enda verið ótrúlega góður. Hann leit aftur á móti ekki vel út í mörkunum sem ÍBV skoraði í fyrsta tapi Blika í sumar. Hann réð ekkert við Glenn í fyrsta markinu og lét svo Víði Þorvarðarson baka sig í seinna markinu. Menn geta ekki alltaf verið fullkomnir.Rolf Toft og Jóhannes Karl Guðjónsson í leik Víkings og Fylkis.vísir/valliTölfræðin og sagan: *Jonathan Glenn hefur skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum ÍBV í Pepsi-deildinni. *Blikar lentu í fyrsta skipti undir í leik í Pepsi-deildinni síðan í 1-1 jafntefli við Keflavík 17. maí. *Breiðablik hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í 8 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Patrick Pedersen hefur skorað 7 af 8 mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í fyrri hálfleik. *Patrick Pedersen hefur fengið 83 mínútur í sumar til að innsigla sína fyrstu þrennu í Pepsi-deildinni en án árangurs. *Ekkert liðanna sjö sem hafa unnið Keflavík í Pepsi-deildinni í sumar hafa náð að vinna næsta leik á eftir. *Skagamenn hafa aðeins náði í 1 stig í síðustu 4 útileikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Þorsteinn Már Ragnarsson hefur skorað 6 af síðustu 7 mörkum sínum í Pepsi-deildinni eftir að hafa komið inná sem varamaður. *Leiknismenn skoruðu 10 mörk í fyrstu 6 leikjum sínum í Pepsi-deildinni en síðan aðeins 1 mark í síðustu 4. *Stefán Logi Magnússon hefur haldið 5 sinnum hreinu í síðustu 7 leikjum KR í Pepsi-deildinni. *Markatala KR síðustu 276 mínúturnar sem Gonzalo Balbi hefur spilað í Pepsi-deildinni er 5-0. *FH-liðið er búið að vinna þrjá útileiki í röð í Pepsi-deildinni. *Fjölnismenn voru fyrir leikinn búnir að spila 11 heimaleiki í röð í Pepsi-deildinni án þess að tapa. *Fjölnir er búið að fá á sig fleiri mörk í síðustu 2 leikjum (5) en fimm Pepsi-deildarleikjum þar á undan (4). *Markatala FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar í næsta leik eftir leik þar sem liðið tapaði stigum er +7 (11-4 í 3 leikjum). *Fyrsta mark Jeppe Hansen í 413 leikmínútur og 40 daga eða síðan að hann skoraði á móti Víkingum 20. maí. *Keflvíkingar hafa skorað í öllum 6 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en aðeins unnið einn þeirra.Ingvar Þór Kale í kröppum dansi gegn ÍA.vísir/gettySkemmtilegir punkar úr Boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Vodafone-velli: „Gunnlaugur Jónsson og Garðar Örn eru nú aðeins að spjalla saman við hliðarlínuna. Báðir eru þeir miklir áhugamenn um tónlist. Kannski eru þeir að ræða um skallapopp.“Ingvi Þór Sæmundsson á Alvongen-velli: Eyjólfur Tómasson fékk beint rautt spjald: „EYJÓLFUR TÓMASSON HVAÐ ERTU AÐ GERA???!!!“Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Erlendur dómari mun dæma leik Fjölnis og FH í kvöld. Erlendur er þó dómari hér í Vestmannaeyjum en hann er þó Eiríksson ólíkt dómaranum sem dæmir leik Fjölnis og FH.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni - 8 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 8 Patrick Pedersen, Val - 8 Avni Pepa, ÍBV - 8 Ólafur Íshólm Ólafsson, Fylki - 8 Eyjólfur Tómasson, Leikni - 2 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 Ellert Hreinsson, Breiðabliki - 3 Mark Charles Magee, Fjölni - 3 Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Fjölni - 3Umræðan á #pepsi365#teamTG9 vá, þvílík karlmennska að koma bara fram og ekkert vera að tala í kringum hlutina! #pepsi365#fotboltinet#tg9 — Eysteinn Þorri (@eysteinnth) June 30, 2015Lagaðu allavega beyglurnar í derhúfunni sauður, það er #fashion101! #pepsi365 — Jóhann Helgi (@johannhelgi) June 29, 2015Óli Jó og @PalliDidda í sérflokki í viðtölum kvöldsins #pepsi365#fagmennzka — Gunnleifsson (@GulliGull1) June 29, 2015„Það er að næra sál“ - @freyrale með einlægasta (og hárrétt) komment dagsins. Afi Hans á líka afmæli. #pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) June 29, 2015Mjög hrifinn af dagbókinni hjà A.Gunnlaugsson ! #pepsi365 — Daníel Guðmundsson (@danielgudni) June 29, 2015TG9 hefur mína virðingu fyrir þetta viðtal,ekki auðvelt að koma fram og viðurkenna misgjörðir sýnar #Virðing#teamTG9#fotboltinet#pepsi365 — Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) June 29, 2015Stöð 2 Sport hlýtur að tryggja sér Gullbikarinn! Hálf Pepsi-deildin verður þarna. #fotboltinet#bestasætið#pepsi365 — Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 29, 2015Strípurnar hans Inga Sig eru í hæðsta gæðaflokki.. giska á hettustrípur #pepsi365 — Hildur Einarsdóttir (@HildurEinarsd) June 29, 2015Mark 10. umferðar: Atvik 10. umferðar: Markasyrpa 10. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira