Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2015 10:53 Fólk er ósátt við að það stefni í lagasetningu á verkfall heilbrigðisstétta. Vísir/Valli Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta í heilbrigðiskerfinu en félög þeirra eiga aðild að BHM. Mótmælin voru boðuð klukkan hálf ellefu en strax um tíuleytið var fólk tekið að streyma niður á Austurvöll. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, telur að nokkur hundruð manns hafi verið á staðnum þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir hálf ellefu í morgun. „Fólki hér er misboðið,“ segir hann afdráttarlaus. „Við lítum á það þannig að það sé verið að taka af okkur lýðræðislegan og sjálfsagðan samningarétt okkar. Alþingi sé að sýna okkur mikla vanvirðingu með því. Ég sé ekki að þeir séu búnir að ákveða, að með því að gefa okkur tveggja vikna fyrirvara, að Gerðardómur muni ákveða okkar laun, samþykki þeir frumvarpið það er að segja.“ Hann telur afar líklegt að lögin verði samþykkt en boðað var til lagasetningar í gærkvöldi.Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sést í fjarska ræða við mótmælendur.Vísir/ValliÓlafur segist þegar hafa heyrt af uppsögnum en mikil ósátt er innan stétta heilbrigðiskerfisins. Hann sagði í Fréttablaðinu að mikil vöntun væri á heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu og því væri lítið mál fyrir Íslendinga að fá vinnu erlendis. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Mótmælin standa yfir þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um lagasetningu á verkfallið.Forsvarsmenn BHM og félags hjúkrunarfræðinga ræða málin.Vísir/Valli Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta í heilbrigðiskerfinu en félög þeirra eiga aðild að BHM. Mótmælin voru boðuð klukkan hálf ellefu en strax um tíuleytið var fólk tekið að streyma niður á Austurvöll. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, telur að nokkur hundruð manns hafi verið á staðnum þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir hálf ellefu í morgun. „Fólki hér er misboðið,“ segir hann afdráttarlaus. „Við lítum á það þannig að það sé verið að taka af okkur lýðræðislegan og sjálfsagðan samningarétt okkar. Alþingi sé að sýna okkur mikla vanvirðingu með því. Ég sé ekki að þeir séu búnir að ákveða, að með því að gefa okkur tveggja vikna fyrirvara, að Gerðardómur muni ákveða okkar laun, samþykki þeir frumvarpið það er að segja.“ Hann telur afar líklegt að lögin verði samþykkt en boðað var til lagasetningar í gærkvöldi.Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sést í fjarska ræða við mótmælendur.Vísir/ValliÓlafur segist þegar hafa heyrt af uppsögnum en mikil ósátt er innan stétta heilbrigðiskerfisins. Hann sagði í Fréttablaðinu að mikil vöntun væri á heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu og því væri lítið mál fyrir Íslendinga að fá vinnu erlendis. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Mótmælin standa yfir þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um lagasetningu á verkfallið.Forsvarsmenn BHM og félags hjúkrunarfræðinga ræða málin.Vísir/Valli
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira