Erlent

Strauss-Kahn sýknaður af hórmangi

Samúel Karl Ólason skrifar
Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn. Vísir/EPA
Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur verið sýknaður af hórmangi í Frakklandi. Hann var, ásamt þrettán öðrum, sakaður um að útvega vændiskonur fyrir kynlífspartí í Frakklandi, Belgíu og Bandaríkjunum.

Kahn hefur ávalt þvertekið fyrir að hafa vitað að einhverjar kvennanna sem voru í kynsvallsveislum sem hann sótti hafi verið vændiskonur. Upprunalega var hann einnig ákærður fyrir tilraun til nauðgunar en hún var felld niður árið 2012 samkvæmt BBC.

Við meðferð málsins fóru vændiskonur yfir hvernig þessar veislur fóru fram en hinn 66 ára gamli Kahn sagðist ekki vera fyrir rétti vegna kynlegra veislna. Verjandi hans tók í svipaðan streng og sagði dómstóla eiga að fara eftir lögum, ekki siðferðislegum viðmiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×