Lífið

Fyrsta hjólamessa Norse Riders fer fram í kvöld

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gunnar Ólafsson
Gunnar Ólafsson
Mótorhjólafélag ásatrúarmanna, Norse Riders, var stofnað árið 2013. Félagið heldur í sína fyrstu hópreið í kvöld en stefnt er að því að gera hana að árlegum viðburði.

„Í kvöld leggjum við af stað úr Nauthólsvíkinni klukkan 21 en mæting er 20.30,“ segir Gunnar Ólafsson sem er einn þeirra sem stendur fyrir viðburðinum. Lagt verður af stað frá bragganum sem víkingafélagið Einherjar hefur aðstöðu sína.

Þegar hof Ásatrúarfélagsins verður risið er stefnan að leggja af stað frá því um ókomin ár. Örlítil athöfn verður áður en lagt verður í hann sem Hilmar Örn Hilmarsson, alsherjargoði, mun stýra. Allir eru velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×