Víkingur er úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir 2-2 jafntefli gegn FC Koper í síðari leik liðanna sem fór fram í Slóveníu í kvöld.
Koper, sem vann fyrri leik liðanna 1-0 í Víkinni, komst tvívegis yfir í kvöld en Arnþór Ingi Kristinsson jafnaði í bæði skiptin fyrir Víking.
Arnþór Ingi skoraði fyrra mark sitt á 51. mínútu og það síðara á 76. mínútu en Víkingar náðu ekki að bæta við þriðja markinu og féll því úr leik, 3-2 samanlagt.
Fótbolti