Lífið

Sagðist hata Bandaríkin og sleikti kleinuhringi því hún hatar offitufaraldurinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Ariana Grande.
Ariana Grande. Vísir/Getty
Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að rannsaka myndband þar sem söngkonan Ariana Grande sést sleikja kleinuhringi í verslun í Kaliforníu. Grande hefur nú þegar beðist afsökunar á að hafa sagst hata Bandaríkin í sama myndbandi.

Lögreglan í borginni Lake Elsinore, þar sem verslunin er staðsett, sagði heilbrigðisfulltrúa á vegum Riverside-sýslu vera með myndbandið til rannsóknar. Verslunin kallast Wolfee Donuts en afgreiðslustúlka þar sagði Grande ekki hafa borgað fyrir kleinuhringina sem hún sleikti.

Grande baðst afsökunar á að hafa sagst hata Bandaríkin en hún hafi hins vegar reiðst þegar hún sá bakka af kleinuhringjum fyrir framan sig. „Sú staðreynd að hlutfall offitu á meðal barna sé hæst í heimi í Bandaríkjunum pirrar mig. Við þurfum að gera meira til að fræða börnin um hættu sem fylgja offitu og allt það eitur sem við setjum í okkur. Ég hefði hins vegar átt að huga að því hvernig ég tjáði mig, ég ætla að gera betur sem opinber persóna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×