Lífið

Styrkti 11 ára gamla krabbameinsveika stúlku um tæpar 7 milljónir króna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Taylor Swift er svo sannarlega góðhjörtuð.
Taylor Swift er svo sannarlega góðhjörtuð. vísir/getty
Bandaríska söngkonan Taylor Swift gaf á dögunum 50.000 bandaríkjadali, eða tæpar 7 milljónir, til styrktar ungum aðdáanda sínum sem berst við krabbamein.

Naomi Oakes er 11 ára gömul og mikill aðdáandi Swift. Fjölskylda hennar setti myndband á YouTube fyrr í þessum mánuði þar sem þau sögðu frá veikindum dóttur sinnar. Þá kom einnig fram að vegna krabbameinsmeðferðarinnar myndi Naomi missa af tónleikum Swift í Phoenix sem hún hafði ætlað að fara á.

Naomi og fjölskylda hennar vonuðust til að fá svar frá Swift þó það væru ekki miklar líkur á því að stjórstjarnan sæi myndbandið.

En Swift sá myndbandið og hún svaraði Naomi:

„Til fallegu og hugrökku Naomi. Mér þykir leitt að þú missir af þeim [tónleikunum] en það verða alltaf aðrir tónleikar. Nú skulum við einbeita okkur að því að þú náir bata. Ég sendi stórt knús til þín og fjölskyldu þinnar.“

Þá gaf Swift tæpar 7 milljónir krónar í styrktarsjóð Naomi sem komið var upp þegar hún veiktist. Fjölskyldan ætlaði upphaflega að safna 4 milljónum.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Naomi komst að því að átrúnaðargoðið hennar hefði svarað henni.


Tengdar fréttir

Grillaði og glensaði alla þjóðhátíðarhelgina

Söngfuglinn Taylor Swift fagnaði þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí, með sannkölluðum stæl og er umtalað að þarna hafi verið á ferðinni aðalpartíið af þeim öllum sem stóðu yfir heila helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×