Innlent

Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta

kristjana guðbrandsdóttir skrifar
Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 

Þorkell Helgason stærðfræðingur er einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar og segir niðurstöðurnar koma á óvart

„Við höfðum svo sem ekkert markmið, við höfðum heldur ekki stundað neinn áróður eða verið með einhverjar herferðir. Við sáum bara um framkvæmdina, að koma tölvukerfinu upp og þvíumlíkt. En vitaskuld er þetta mjög athyglisvert. Þetta er fjórða vinsælasta undirskriftasöfnunin sem fram hefur farið. En ætti samt ekki að koma áóvart því þjóðin hefur mikinn áhuga á þessum málum eins og berlega kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012.“

Vilji meirihluta þjóðar til þess að náttúruauðlindir sem eru ekki í einkaeign verði lýstar þjóðareign segir Þorkell að sé kjarninn í þessari áskorun til forseta Íslands.

„Áskoruninni er í sjálfu sér ekki beint gegn makrílfrumvarpinu sérstaklega þótt að það hafi verið tilefni til aðhrinda þessu af stað. Þetta er að mínu viti fyrst og fremst áskorun um það að nú taki stjórnmálamenn sig alvarlega og hrindi því í framkvæmd að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum, það er ekki sama hvernig ákvæði það er. Það er berlega sagt í áskoruninni að það verði að vera bitastætt ákvæði og ákvæði um leið sem tryggir þjóðinni fullt gjald fyrir afnot af þessari sameiginlegu auðlind. Það er okkar von aðundirskriftasöfnunin  verði til þess að nú verði ráðist í það loksins eftir margar tilraunir að setja slík ákvæði í stjórnarskrá.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×