Innlent

Hvorugur björgunarbátanna blés út

Gissur Sigurðsson skrifar
Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi.
Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. KORT/LOFTMYNDIR.IS
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna hvorugur björgunarbáturinn blés upp, þegar Jón Hákon BA sökk út af Aðalvík í norðanverðu Ísafjarðardjúpi í gær. Stutt er síðan strandveiðibátur sökk við Snæfellsnes þar sem björgunarbáturinn blés heldur ekki upp.



Tveir björgunarbátar eru staðsettir á þaki stýrishúss Jóns Hákons en ekki er enn vitað hvort þeir eru báðir búnir sjálfvirkum sleppibúnaði, að sögn Jóns Ingólfssonar hjá rannsóknarnefndinni.



Innan tíðar verður kafari, eða neðansjávarmyndavél send niður að flakinu til að skoða þetta nánar, en ekki er loku fyrir það skotið að báturinn hafi losnað en flækst í grindverki eða búnaði á brúarþakinu.



Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyrir tæpu ári þar sem gengið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. Nú verði kannað nánar hvernig gengið var frá þeim um borð, en það skýrist hugsanlega þegar fulltrúi rannsóknarnefndarinnar ræðir við áhafnarmeðlimina við fyrsta tækifæri.



Þegar lítill bátur sökk  undan Rifi í maí blés björgunarbáturinn ekki upp þrátt fyrir að sjómaðurinn  hafi togað í fangalínuna, sem á að virka á uppblástursbúnaðinn. Rannsókn leiddi í ljós að hann togaði ekki alla línuna út og því fór sem fór. Manninum var bjargað hröktum úr sjónum.


Tengdar fréttir

Nafn mannsins sem lést

Hann lét lífið þegar­ Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×