Spieth vill fá meiddan Rory á opna breska Tómas Þór Þóraðrson skrifar 7. júlí 2015 14:15 Rory McIlroy mætir kannski ekki til að veita Jordan Spieth samkeppni. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth segir það muni deyfa opna breska meisaramótið í golfi verði Rory McIlrroy ekki með. Norður-Írinn greindi frá því á Instagram-síðu sinni í gær að hann hefði slitið liðband í ökkla þegar hann var að sprikla með félögum sínum í fótbolta um helgina. Óvíst er hvort Rory geti mætt á St. Andrews til að verja titilinn, en Jordan Spieth er búinn að vinna fyrstu tvö risamót ársins og stefnir vitaskuld að alslemmunni. „Auðvitað vonast ég til að hann verði með. Maður vill að öll mót sé full af bestu kylfingum heims,“ segir Spieth í viðtali við Golf Channel. „Maður vill að ríkjandi meistari mæti til að verja titilinn, ég tala nú ekki um ef hann er jafnframt besti kylfingur heims.“ „Það er erfitt fyrir hvaða risamót sem er að missa besta kylfing heims. Það deyfir mótið aðeins,“ segir Jordan Spieth. Þessi 21 árs gamli Texasbúi vann The Masters og opna bandaríska meistaramótið fyrr á þessu ári. Golf Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth segir það muni deyfa opna breska meisaramótið í golfi verði Rory McIlrroy ekki með. Norður-Írinn greindi frá því á Instagram-síðu sinni í gær að hann hefði slitið liðband í ökkla þegar hann var að sprikla með félögum sínum í fótbolta um helgina. Óvíst er hvort Rory geti mætt á St. Andrews til að verja titilinn, en Jordan Spieth er búinn að vinna fyrstu tvö risamót ársins og stefnir vitaskuld að alslemmunni. „Auðvitað vonast ég til að hann verði með. Maður vill að öll mót sé full af bestu kylfingum heims,“ segir Spieth í viðtali við Golf Channel. „Maður vill að ríkjandi meistari mæti til að verja titilinn, ég tala nú ekki um ef hann er jafnframt besti kylfingur heims.“ „Það er erfitt fyrir hvaða risamót sem er að missa besta kylfing heims. Það deyfir mótið aðeins,“ segir Jordan Spieth. Þessi 21 árs gamli Texasbúi vann The Masters og opna bandaríska meistaramótið fyrr á þessu ári.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira