Rory McIlroy slasaði sig í fótbolta með félögunum Kári Örn Hinriksson skrifar 6. júlí 2015 11:30 Það verður að teljast ólíklegt að McIlroy verði með á St. Andrews. Getty Rory McIlroy, besti kylfingur heims, mun ekki spila keppnisgolf í náinni framtíð en Norður-Írinn ungi sleit liðbönd á laugardaginn í fótbolta með félögum sínum. McIlroy setti inn mynd af sjálfum sér á samfélagsmiðla í morgun þar sem hann er á hækjum og í gifsi á vinstri fæti. "Ég sleit liðböndin á mér á vinstri ökkla mjög illa í fótboltaleik um helgina," skrifaði McIlroy á Facebook. "Við erum enn að skoða hversu alvarleg þessi meiðsli eru og ég er strax byrjaður í endurhæfingu, ég mun reyna að snúa til baka á golfvöllinn eins fljótt og ég get." Það er óhætt að segja að meiðsli McIlroy komi á versta tíma en þriðja risamót ársins, Opna breska meistarmótið, hefst eftir tíu daga og því þykir mjög ólíklegt að hann taki þátt þar. Verði McIlroy frá í langan tíma verður að þykja líklegt að Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth slái hann af toppi heimslistans í golfi en hann hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til. Total rupture of left ATFL (ankle ligament) and associated joint capsule damage in a soccer kickabout with friends on Saturday. Continuing to assess extent of injury and treatment plan day by day. Rehab already started..... Working hard to get back as soon as I can. A photo posted by Rory McIlroy (@rorymcilroy) on Jul 6, 2015 at 2:53am PDT Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy, besti kylfingur heims, mun ekki spila keppnisgolf í náinni framtíð en Norður-Írinn ungi sleit liðbönd á laugardaginn í fótbolta með félögum sínum. McIlroy setti inn mynd af sjálfum sér á samfélagsmiðla í morgun þar sem hann er á hækjum og í gifsi á vinstri fæti. "Ég sleit liðböndin á mér á vinstri ökkla mjög illa í fótboltaleik um helgina," skrifaði McIlroy á Facebook. "Við erum enn að skoða hversu alvarleg þessi meiðsli eru og ég er strax byrjaður í endurhæfingu, ég mun reyna að snúa til baka á golfvöllinn eins fljótt og ég get." Það er óhætt að segja að meiðsli McIlroy komi á versta tíma en þriðja risamót ársins, Opna breska meistarmótið, hefst eftir tíu daga og því þykir mjög ólíklegt að hann taki þátt þar. Verði McIlroy frá í langan tíma verður að þykja líklegt að Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth slái hann af toppi heimslistans í golfi en hann hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til. Total rupture of left ATFL (ankle ligament) and associated joint capsule damage in a soccer kickabout with friends on Saturday. Continuing to assess extent of injury and treatment plan day by day. Rehab already started..... Working hard to get back as soon as I can. A photo posted by Rory McIlroy (@rorymcilroy) on Jul 6, 2015 at 2:53am PDT
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira