Danny Lee sigraði eftir dramatískan lokahring á Greenbrier Kári Örn Hinriksson skrifar 5. júlí 2015 22:34 Danny Lee á lokahringnum. Getty. Lokahringuinn á Greenbrier Classic í kvöld var gríðarlega spennandi en hann endaði með því að fjórir kylfingar þuftu að fara í bráðabana um sigurinn.David Hearn, Kevin Kishner, Danny Lee og Robert Streb léku hringina fjóra á hinum aldargamla Old White TPC velli á 13 höggum undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana á 18. holu sem er 160 metra par þrjú hola. Hearn og Lee fengu fugl á fyrstu holu í bráðabana og því þurfti að leika hina par fimm 17. holu. Þar fékk Hearn skolla en Lee par og því sigraði þessi 24 ára kylfingur frá Nýja-Sjálandi á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson sem sigraði á mótinu í fyrra átti góða titilvörn en endaði jafn í 13. sæti á tíu höggum undir pari, þremur frá efsta sætinu. Þá var Tiger Woods á meðal þátttakenda en hann sýndi oft á tíðum góða takta og lék meðal annars lokahringinn á 67 höggum án þess að fá einn einasta skolla. Hann endaði í 32. sæti á sjö höggum undir pari og virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hræðilega byrjun á árinu. Fyrir sigurinn fékk Danny Lee rúmlega 130 milljónir í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokahringuinn á Greenbrier Classic í kvöld var gríðarlega spennandi en hann endaði með því að fjórir kylfingar þuftu að fara í bráðabana um sigurinn.David Hearn, Kevin Kishner, Danny Lee og Robert Streb léku hringina fjóra á hinum aldargamla Old White TPC velli á 13 höggum undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana á 18. holu sem er 160 metra par þrjú hola. Hearn og Lee fengu fugl á fyrstu holu í bráðabana og því þurfti að leika hina par fimm 17. holu. Þar fékk Hearn skolla en Lee par og því sigraði þessi 24 ára kylfingur frá Nýja-Sjálandi á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson sem sigraði á mótinu í fyrra átti góða titilvörn en endaði jafn í 13. sæti á tíu höggum undir pari, þremur frá efsta sætinu. Þá var Tiger Woods á meðal þátttakenda en hann sýndi oft á tíðum góða takta og lék meðal annars lokahringinn á 67 höggum án þess að fá einn einasta skolla. Hann endaði í 32. sæti á sjö höggum undir pari og virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hræðilega byrjun á árinu. Fyrir sigurinn fékk Danny Lee rúmlega 130 milljónir í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira