Bjarni Ben: Tvær leiðir til að horfa á ástandið í stjórnmálum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. júlí 2015 10:00 Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Bjarni segir fólk oft spyrja sig hvort hann sé ekki súr yfir því að mælast með fylgi undir 30 prósentum. „Ég hef farið í gegnum tvær kosningar undir 30 prósentunum. Auðvitað vil ég vera yfir og ég trui því að í næstu kosningum eigum við alla möguleika á að fara vel yfir 30 prósent. Þá er ég bara horfa til þess hvernig okkur er að takast til við að leiða fram okkar stefnumál.“ Bjarni segir tvær leiðir til þess að horfa á ástandið í stjórnmálunum. „Það er annars vegar hægt að segja, Þetta er hræðilegt, við höfum ekki náð okkur á strik. Fylgið er allt einhvers staðar annars staðar og á röngum stað. Svo er hægt að líta þannig á að fylgið sé á mikilli hreyingu og að í því felist gríðarleg tækifæri. Það þýðir að fólk er ekki ákveðið, fólk er að hlusta, það er að spyrja sig, hvar á ég heima?“ Hann segir flokkakerfið ekki úrelt í sínum huga. En þarf að gera breytingar til þess að hleypa að meira beinu lýðræði? „Já. En það mun fara vel með og samhliða fulltrúalýðræðinu. Til þess að vera með öflugt fulltrúalýðræði þá tel ég að við þurfum að hafa öfluga stjórnmálaflokka. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að kjósa og fyrir hvað sem þeir ætla að kjósa, standa, þannig mér finnst flokkakerfið alls ekki vera úrelt.“ Bjarni sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag að hann vildi ljúka þeim þætti stjórnarskrár er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvernig á að vera hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu? „Það þyrfti að koma fram mjög sterk krafa frá fólkinu í landinu um að eiga síðasta orðið. Það gæti verið 20-25% kosningabærra manna kallaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá segi ég að það sé komin mjög sterk krafa. Það verður að vera annað hvort hár þröskuldur fyrir því að lög fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ég að meina að mjög áberandi stór hluti kjósenda að kalla eftir því eða við verðum að leysa það með þátttökuþröskuldum." Alþingi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Bjarni segir fólk oft spyrja sig hvort hann sé ekki súr yfir því að mælast með fylgi undir 30 prósentum. „Ég hef farið í gegnum tvær kosningar undir 30 prósentunum. Auðvitað vil ég vera yfir og ég trui því að í næstu kosningum eigum við alla möguleika á að fara vel yfir 30 prósent. Þá er ég bara horfa til þess hvernig okkur er að takast til við að leiða fram okkar stefnumál.“ Bjarni segir tvær leiðir til þess að horfa á ástandið í stjórnmálunum. „Það er annars vegar hægt að segja, Þetta er hræðilegt, við höfum ekki náð okkur á strik. Fylgið er allt einhvers staðar annars staðar og á röngum stað. Svo er hægt að líta þannig á að fylgið sé á mikilli hreyingu og að í því felist gríðarleg tækifæri. Það þýðir að fólk er ekki ákveðið, fólk er að hlusta, það er að spyrja sig, hvar á ég heima?“ Hann segir flokkakerfið ekki úrelt í sínum huga. En þarf að gera breytingar til þess að hleypa að meira beinu lýðræði? „Já. En það mun fara vel með og samhliða fulltrúalýðræðinu. Til þess að vera með öflugt fulltrúalýðræði þá tel ég að við þurfum að hafa öfluga stjórnmálaflokka. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að kjósa og fyrir hvað sem þeir ætla að kjósa, standa, þannig mér finnst flokkakerfið alls ekki vera úrelt.“ Bjarni sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag að hann vildi ljúka þeim þætti stjórnarskrár er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvernig á að vera hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu? „Það þyrfti að koma fram mjög sterk krafa frá fólkinu í landinu um að eiga síðasta orðið. Það gæti verið 20-25% kosningabærra manna kallaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá segi ég að það sé komin mjög sterk krafa. Það verður að vera annað hvort hár þröskuldur fyrir því að lög fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ég að meina að mjög áberandi stór hluti kjósenda að kalla eftir því eða við verðum að leysa það með þátttökuþröskuldum."
Alþingi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira