Nico Rosberg átti daginn á Silverstone Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. júlí 2015 20:00 Nico Rosberg er maðurinn til að reyna að ógna í tímatökunni á morgun. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. Rosberg missti af stórum hluta fyrri æfingarinnar vegna bilunar í glussakerfi bilsins. Hamilton var einungis 0,07 á eftir besta tíma Þjóðverjans.Max Verstappen átti góða æfingu á Toro Rosso bílnum og varð þriðji. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði og Carlos Sainz á Toro Rosso varð fimmti.Kimi Raikkonen var snöggur í dag.Vísir/GettyÁ seinni æfingunni varð Hamilton fjórði og tæplega hálfri sekúndu á eftir Rosberg. Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.Romain Grosjean á Lotus strandaði í mölinni í hinni löngu Luffield beygju. Fernando Alonso á McLaren fór út af brautinni á sama stað en nam ekki staðar. Manor ökumaðurinn Roberto Merhi lenti í vandræðum í sömu beygju. Luffield beygjan er greinilega ein sú erfiðasta á brautinni. Bein útsending frá tímatökunni á Silverstone hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu upplýsingum. Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. Rosberg missti af stórum hluta fyrri æfingarinnar vegna bilunar í glussakerfi bilsins. Hamilton var einungis 0,07 á eftir besta tíma Þjóðverjans.Max Verstappen átti góða æfingu á Toro Rosso bílnum og varð þriðji. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði og Carlos Sainz á Toro Rosso varð fimmti.Kimi Raikkonen var snöggur í dag.Vísir/GettyÁ seinni æfingunni varð Hamilton fjórði og tæplega hálfri sekúndu á eftir Rosberg. Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.Romain Grosjean á Lotus strandaði í mölinni í hinni löngu Luffield beygju. Fernando Alonso á McLaren fór út af brautinni á sama stað en nam ekki staðar. Manor ökumaðurinn Roberto Merhi lenti í vandræðum í sömu beygju. Luffield beygjan er greinilega ein sú erfiðasta á brautinni. Bein útsending frá tímatökunni á Silverstone hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu upplýsingum.
Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira