Tónlist

Lögin sem Iggy Pop er líklegur til að flytja á ATP í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Töffarinn Iggy Pop kemur fram á tónleikunum.
Töffarinn Iggy Pop kemur fram á tónleikunum. Nordicphotos/Getty
Bandaríski tónlistarmaðurinn James Newell Osterberg Jr., miklu betur þekktur sem Iggy Pop, er eitt aðalnúmerið á ATP tónlistarhátíðinni sem sett verður á Ásbrú í dag. Tónlistarmaðurinn 68 ára gamli mun vafalítið taka flesta sína slagara fyrir gesti í kvöld.

Óhætt er að fullyrða að kvöldið í kvöld sé kvöld stóru númeranna á ATP. Public Enemy spilar klukkan 20:15, Iggy Pop klukkan 22:00 og Belle & Sebastian klukkan 23:45. Run the Jewels lokar svo fyrsta kvöldi hátíðarinnar í Atlantic Studios en reiknað er með því að sveitin spili í klukkustund frá klukkan 1:30.

Sjá einnig:Dagskráin á ATP lítur svona út

Vísir tók á dögunum saman lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki í kvöld og hér að neðan má sjá samskonar playlista fyrir Iggy Pop miðað við þau lög sem hann tók á tónleikum í Hollandi á dögunum.

Lagalistinn

No Fun

I Wanna Be Your Dog

The Passenger

Lust for Life

Skull Ring

Sixteen

Five Foot One

1969

Sister Midnight

Real Wild Child (Wild One)

Nightclubbing

Some Weird Sin

Mass Production

Aukalög

I'm Bored

Funtime

Neighborhood Threat

Dum Dum Boys


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.