Skorar á neytendur að hundsa verslanir Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 13:19 Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hvorki styrking krónunnar né afnám sykurskatts hafi að fullu skilað sér í lækkun verðlags. Hann skorar á neytendur að hunsa þær verslanir sem lækka ekki vöruverð. Stjórnarandstöðuþingmaður segir að þessi þróun ætti ekki að koma Framsóknarmönnum á óvart. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að nokkuð hafi borið á verðhækkunum bæði hjá smásöluverslunum og birgjum. Þetta væri áhyggjuefni ekki hvað síst í ljósi þess að helsti viðskiptamyntir væru nú um þremur prósentum veikari gagnvart krónu en fyrir ári. „Næstliðin misseri þá hefur ekki verið skilað styrkingu krónu, allt að 10-12 prósent. Það virðist einnig koma fram enn að verslunin hafi ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar hér á Alþingi um síðustu áramót.“ Þetta staðfestu nýlegar verðkannanir. Þetta geti haft áhrif á nýgerða kjarasamninga vegna þess að ef kaupmáttur hafi ekki aukist í febrúar á næsta ári séu forsendur samninganna brostnar. Verslunin þurfi því að hugsa sig um. „Það vill nú þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós og það hefur komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús ítrekað. Og nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti í sér heyra með svipuðum hætti og geri nú alvöru úr því að kjósa með fótunum og hundsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“ Elsa Lára Arnardóttir tók undir með flokksbróður sínum og lýsti áhyggjum af því að afnám sykurskatts skilaði sér ekki til neytenda. „En hins vegar eru verslanirnar margar hverjar ekki lengi að skila til neytenda ef það verður einhver hækkun á markaði,“ sagði Elsa. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér líka í umræðuna: „En af hverju kemur þetta mönnum á óvart? Af hverju eru háttvirtir þingmenn Framsóknarflokksins hissa á þessu? Á þetta var margítrekað bent og reynsludæmi um það að veruleg hætta væri á að nákvæmlega þetta myndi gerast en samt létu menn sig hafa það að styðja þetta.“ Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hvorki styrking krónunnar né afnám sykurskatts hafi að fullu skilað sér í lækkun verðlags. Hann skorar á neytendur að hunsa þær verslanir sem lækka ekki vöruverð. Stjórnarandstöðuþingmaður segir að þessi þróun ætti ekki að koma Framsóknarmönnum á óvart. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að nokkuð hafi borið á verðhækkunum bæði hjá smásöluverslunum og birgjum. Þetta væri áhyggjuefni ekki hvað síst í ljósi þess að helsti viðskiptamyntir væru nú um þremur prósentum veikari gagnvart krónu en fyrir ári. „Næstliðin misseri þá hefur ekki verið skilað styrkingu krónu, allt að 10-12 prósent. Það virðist einnig koma fram enn að verslunin hafi ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar hér á Alþingi um síðustu áramót.“ Þetta staðfestu nýlegar verðkannanir. Þetta geti haft áhrif á nýgerða kjarasamninga vegna þess að ef kaupmáttur hafi ekki aukist í febrúar á næsta ári séu forsendur samninganna brostnar. Verslunin þurfi því að hugsa sig um. „Það vill nú þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós og það hefur komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús ítrekað. Og nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti í sér heyra með svipuðum hætti og geri nú alvöru úr því að kjósa með fótunum og hundsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“ Elsa Lára Arnardóttir tók undir með flokksbróður sínum og lýsti áhyggjum af því að afnám sykurskatts skilaði sér ekki til neytenda. „En hins vegar eru verslanirnar margar hverjar ekki lengi að skila til neytenda ef það verður einhver hækkun á markaði,“ sagði Elsa. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér líka í umræðuna: „En af hverju kemur þetta mönnum á óvart? Af hverju eru háttvirtir þingmenn Framsóknarflokksins hissa á þessu? Á þetta var margítrekað bent og reynsludæmi um það að veruleg hætta væri á að nákvæmlega þetta myndi gerast en samt létu menn sig hafa það að styðja þetta.“
Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira