Segir bæinn hygla Fimleikafélaginu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júní 2015 09:00 Hafnarfjarðarbær hefur varið 2,7 milljörðum króna í framkvæmdir við íþróttasvæði FH en um 114 milljónum króna við íþróttasvæði Hauka. vísiR/PJEtUR „Það er alveg augljóst að bærinn hyglar FH. Hér er klárlega verið að mismuna íþróttafélögum,“ segir Samúel Guðmundsson, formaður íþróttafélagsins Hauka. Hafnarfjarðarbær birti í vikunni skýrslu um fjárframlög Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga bæjarins. Þegar litið er til fjárfestinga í íþróttamannvirkjum kemur í ljós að eitt íþróttafélag fær mun hærri framlög en önnur. Frá árinu 2006 hefur Hafnarfjarðarbær varið rúmlega 2,7 milljörðum króna í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH, í Kaplakrika. Á sama tíma nema fjárfestingar í íþróttamannvirkjum Hauka á Ásvöllum rúmlega 114 milljónum. Þannig eru fjárfestingar bæjarins í mannvirkjum FH rúmlega 23 sinnum meiri en í mannvirkjum Hauka. „Fjárframlög til okkar hafa engin verið síðustu ár. Við erum afskaplega ósátt með hvernig þetta hefur verið,“ segir Samúel. Samúel Guðmundssonmynd/Samúel GuðmundssonSamúel segir Hauka hafa beðið eftir því árum saman að bærinn komi að því að byggja íþróttahús sem grunnur hefur verið að síðan 2006. Ekki hefur verið byrjað á framkvæmdum enn þá og segir Samúel ekkert fjármagn hafa fengist. Íþróttahúsið er ekki einu framkvæmdirnar sem Haukar hyggjast ráðast í. „Við höfum líka haft hugmyndir um að byggja knatthús þar sem við höfum enga yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu eins og FH hefur. Við erum búin að viðra þær hugmyndir en fáum ekki fjármagn til,“ segir Samúel. „Við bindum miklar vonir við það að bæjarfélagið sé að koma að því að styðja uppbyggingu okkar líka. Nú finnst okkur komið að Haukum,“ segir Samúel. Samúel segir Hauka hafa þrýst á bæinn mjög lengi en nú hafi framkvæmdanefnd um uppbyggingu á Ásvöllum tekið til starfa. Funda átti í gær með bænum klukkan fjögur en ekkert varð af þeim fundi. „Þeir þora greinilega ekki að hitta okkur,“ segir Samúel.Hvorki náðist í Harald L. Haraldsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, né Viðar Halldórsson, formann FH, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
„Það er alveg augljóst að bærinn hyglar FH. Hér er klárlega verið að mismuna íþróttafélögum,“ segir Samúel Guðmundsson, formaður íþróttafélagsins Hauka. Hafnarfjarðarbær birti í vikunni skýrslu um fjárframlög Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga bæjarins. Þegar litið er til fjárfestinga í íþróttamannvirkjum kemur í ljós að eitt íþróttafélag fær mun hærri framlög en önnur. Frá árinu 2006 hefur Hafnarfjarðarbær varið rúmlega 2,7 milljörðum króna í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH, í Kaplakrika. Á sama tíma nema fjárfestingar í íþróttamannvirkjum Hauka á Ásvöllum rúmlega 114 milljónum. Þannig eru fjárfestingar bæjarins í mannvirkjum FH rúmlega 23 sinnum meiri en í mannvirkjum Hauka. „Fjárframlög til okkar hafa engin verið síðustu ár. Við erum afskaplega ósátt með hvernig þetta hefur verið,“ segir Samúel. Samúel Guðmundssonmynd/Samúel GuðmundssonSamúel segir Hauka hafa beðið eftir því árum saman að bærinn komi að því að byggja íþróttahús sem grunnur hefur verið að síðan 2006. Ekki hefur verið byrjað á framkvæmdum enn þá og segir Samúel ekkert fjármagn hafa fengist. Íþróttahúsið er ekki einu framkvæmdirnar sem Haukar hyggjast ráðast í. „Við höfum líka haft hugmyndir um að byggja knatthús þar sem við höfum enga yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu eins og FH hefur. Við erum búin að viðra þær hugmyndir en fáum ekki fjármagn til,“ segir Samúel. „Við bindum miklar vonir við það að bæjarfélagið sé að koma að því að styðja uppbyggingu okkar líka. Nú finnst okkur komið að Haukum,“ segir Samúel. Samúel segir Hauka hafa þrýst á bæinn mjög lengi en nú hafi framkvæmdanefnd um uppbyggingu á Ásvöllum tekið til starfa. Funda átti í gær með bænum klukkan fjögur en ekkert varð af þeim fundi. „Þeir þora greinilega ekki að hitta okkur,“ segir Samúel.Hvorki náðist í Harald L. Haraldsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, né Viðar Halldórsson, formann FH, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira