Segir bæinn hygla Fimleikafélaginu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júní 2015 09:00 Hafnarfjarðarbær hefur varið 2,7 milljörðum króna í framkvæmdir við íþróttasvæði FH en um 114 milljónum króna við íþróttasvæði Hauka. vísiR/PJEtUR „Það er alveg augljóst að bærinn hyglar FH. Hér er klárlega verið að mismuna íþróttafélögum,“ segir Samúel Guðmundsson, formaður íþróttafélagsins Hauka. Hafnarfjarðarbær birti í vikunni skýrslu um fjárframlög Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga bæjarins. Þegar litið er til fjárfestinga í íþróttamannvirkjum kemur í ljós að eitt íþróttafélag fær mun hærri framlög en önnur. Frá árinu 2006 hefur Hafnarfjarðarbær varið rúmlega 2,7 milljörðum króna í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH, í Kaplakrika. Á sama tíma nema fjárfestingar í íþróttamannvirkjum Hauka á Ásvöllum rúmlega 114 milljónum. Þannig eru fjárfestingar bæjarins í mannvirkjum FH rúmlega 23 sinnum meiri en í mannvirkjum Hauka. „Fjárframlög til okkar hafa engin verið síðustu ár. Við erum afskaplega ósátt með hvernig þetta hefur verið,“ segir Samúel. Samúel Guðmundssonmynd/Samúel GuðmundssonSamúel segir Hauka hafa beðið eftir því árum saman að bærinn komi að því að byggja íþróttahús sem grunnur hefur verið að síðan 2006. Ekki hefur verið byrjað á framkvæmdum enn þá og segir Samúel ekkert fjármagn hafa fengist. Íþróttahúsið er ekki einu framkvæmdirnar sem Haukar hyggjast ráðast í. „Við höfum líka haft hugmyndir um að byggja knatthús þar sem við höfum enga yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu eins og FH hefur. Við erum búin að viðra þær hugmyndir en fáum ekki fjármagn til,“ segir Samúel. „Við bindum miklar vonir við það að bæjarfélagið sé að koma að því að styðja uppbyggingu okkar líka. Nú finnst okkur komið að Haukum,“ segir Samúel. Samúel segir Hauka hafa þrýst á bæinn mjög lengi en nú hafi framkvæmdanefnd um uppbyggingu á Ásvöllum tekið til starfa. Funda átti í gær með bænum klukkan fjögur en ekkert varð af þeim fundi. „Þeir þora greinilega ekki að hitta okkur,“ segir Samúel.Hvorki náðist í Harald L. Haraldsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, né Viðar Halldórsson, formann FH, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Það er alveg augljóst að bærinn hyglar FH. Hér er klárlega verið að mismuna íþróttafélögum,“ segir Samúel Guðmundsson, formaður íþróttafélagsins Hauka. Hafnarfjarðarbær birti í vikunni skýrslu um fjárframlög Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga bæjarins. Þegar litið er til fjárfestinga í íþróttamannvirkjum kemur í ljós að eitt íþróttafélag fær mun hærri framlög en önnur. Frá árinu 2006 hefur Hafnarfjarðarbær varið rúmlega 2,7 milljörðum króna í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH, í Kaplakrika. Á sama tíma nema fjárfestingar í íþróttamannvirkjum Hauka á Ásvöllum rúmlega 114 milljónum. Þannig eru fjárfestingar bæjarins í mannvirkjum FH rúmlega 23 sinnum meiri en í mannvirkjum Hauka. „Fjárframlög til okkar hafa engin verið síðustu ár. Við erum afskaplega ósátt með hvernig þetta hefur verið,“ segir Samúel. Samúel Guðmundssonmynd/Samúel GuðmundssonSamúel segir Hauka hafa beðið eftir því árum saman að bærinn komi að því að byggja íþróttahús sem grunnur hefur verið að síðan 2006. Ekki hefur verið byrjað á framkvæmdum enn þá og segir Samúel ekkert fjármagn hafa fengist. Íþróttahúsið er ekki einu framkvæmdirnar sem Haukar hyggjast ráðast í. „Við höfum líka haft hugmyndir um að byggja knatthús þar sem við höfum enga yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu eins og FH hefur. Við erum búin að viðra þær hugmyndir en fáum ekki fjármagn til,“ segir Samúel. „Við bindum miklar vonir við það að bæjarfélagið sé að koma að því að styðja uppbyggingu okkar líka. Nú finnst okkur komið að Haukum,“ segir Samúel. Samúel segir Hauka hafa þrýst á bæinn mjög lengi en nú hafi framkvæmdanefnd um uppbyggingu á Ásvöllum tekið til starfa. Funda átti í gær með bænum klukkan fjögur en ekkert varð af þeim fundi. „Þeir þora greinilega ekki að hitta okkur,“ segir Samúel.Hvorki náðist í Harald L. Haraldsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, né Viðar Halldórsson, formann FH, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira