Lífið

Gerði örmyndband úr 135 daga göngu frá Mexíkó til Kanada

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.
Pacific Crest Trail er gönguleið á vesturströnd Bandaríkjanna sem fjölmargir ganga á ári hverju. Ýmist er gengið frá landamærum Kanada og Bandaríkjanna í norðri og niður til landamæra Bandaríkjanna við Mexíkó í suðri, eða öfugt.

Gönguleiðin er tæplega 4300 4200 kílómetrar og tekur það göngufólk yfirleitt 4-6 mánuði að ljúka göngunni. Stígurinn liggur í gegnum Washington, Oregon og Kaliforníu og gengið er allt frá sjávarmáli yfir í um 4000 metra hæð. 25 friðaðir skógar og sjö þjóðgarðar verða á vegi göngufólks sem leggur upp í gönguna.

Göngumaður nokkur tók saman myndband á dögunum af göngunni. Í myndbandinu birtir hann eina sekúndu frá hverjum degi göngunnar. Undir hljómar lagið A Place með hljómsveitinni Builders.

Göngukappinn segist hafa verið 4,5 mánuði að ganga úr suðri til norðurs eða um 135 daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×