Lífið

Veðurguðinn söng fyrir hressa göngugarpa – myndir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Veður var með ágætum og viðstaddir ánægðir með veðurguðinn.
Veður var með ágætum og viðstaddir ánægðir með veðurguðinn.
Um eitt hundrað manns á öllum aldri gengu saman upp Úlfarsfell í gærkvöld og hlýddu á ljúfa tóna í brakandi blíðu. Veðurguðinn Ingó sá um fjörið og með aðstoð kassagítarsins fékk hann göngugarpana til að taka með sér lagið.

Símafyrirtækið Nova og Ferðafélag Íslands stóðu fyrir göngunni. Nova gefur á hverju ári út söngbók í þrjátíu þúsund eintökum en í ár er það sjálfur Ingó sem prýðir forsíðuna. Hann valdi jafnframt öll lögin í bókina.

Af myndum að dæma er ekki annað að sjá en að söngvarinn hafi valið réttu lögin. Þær má sjá í albúminu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×