Lífið

Brjáluð stemning á tónleikum Snoop Dogg í Laugardalshöll – myndir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/andri marinó
Bandaríski rapparinn Snoop Dogg tróð upp í Laugardalshöllinni í gærkvöld, undir nafninu DJ Snoopadelic, við góðar undirtektir. Með honum í för var Daz Dillinger og hlýddu hátt í þrjú þúsund manns á tóna þeirra félaga.

Erpur Eyvindarson, öðru nafni Blaz Roca, steig einnig á svið sem og Gísli Pálmi, Davíð Tómas og fleiri góðir.

Andri Marinó, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, skellti sér á tónleikana og náði fjörinu á filmu. Myndirnar má sjá í albúminu hér fyrir neðan.

Snoop Dogg hélt síðan af landi brott í morgun. Hann sendi Íslendingum kveðju í myndbandi á Instagram þar sem hann þakkar góðar móttökur.

A video posted by snoopdogg (@snoopdogg) on

vísir/andri marinó

Tengdar fréttir

Hitar upp fyrir Snoop með áratugar millibili

Erpur Eyvindarson kemur fram í Laugardalshöll á undan Snoop Dogg þann 16. júlí. Níu ár og 364 dagar verða þá liðnir frá því að Erpur kom fram á undan Snoop Dogg í Egilshöll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×