Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2015 09:44 Costco er ein stærsta smásölukeðja heims með rúmlega 650 verslanir í tíu löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Japan Bandaríski smásölurisinn Costco og Garðabær hafa undirritað samning sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Stefnt er að opnun sumarið 2016 en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Haft er eftir Steve Pappas, aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra yfir Bretlandi og Íslandi, að aðstandendur fyrirtækis sé spenntir fyrir opnuninni á Íslandi. „Við hlökkum til að vinna að því með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra og bæjaryfirvöldum Garðabæjar að gera þetta verkefni að veruleika eins fljótt og auðið er til að geta svo opnað verslunina sumarið 2016. Við munum ráða 160 starfsmenn til starfa í fyrstu en þeir verða svo orðnir að minnsta kosti 250 eftir þrjú ár, þegar reksturinn er kominn betur af stað. Við munum líklega hefja ráðningar starfsmanna í byrjun árs 2016,“ segir Pappas í tilkynningu. Selja vörur undir eign vörumerki Costco Wholesale Corporation rekur alþjóðlega keðju vöruhúsa, aðallega undir nafninu „Costco Wholesale”, sem bjóða upp á víðtækt vöruúrval. Dæmi um vöruflokka eru matvörur, sælgæti, heimilistæki, sjónvörp, aukahlutir fyrir bíla, dekk, leikföng, byggingarvörur, íþróttavörur, skartgripir, úr, myndavélar, bækur, húsbúnaður, fatnaður, snyrtivörur, tóbak, húsgögn og ritföng. Í Costco er einnig að finna vörur undir vörumerkinu Kirkland Signature, sem er eigið merki verslunarinnar. Undir merkinu selur fyrirtækið vörutegundir á borð við húsbúnað, farangur, dýramat og dýravörur, bleyjur, þurrkur, kaffi, vín og snakk, auk úrvals af fersku kjöti, mjólkurvörum, sælkeravörum, ferskum og frosnum mat og brauðmeti. Costco er aðeins opin meðlimum og býður upp á þrjár tegundir aðildar; fyrir einstaklinga, fyrirtæki og svo úrvalsaðild. Fyrirtækjaaðild er ætluð fyrirtækjum af öllum gerðum, þó með áherslu á að sinna þörfum smærri fyrirtækja. Einstaklingsaðild er ætluð öllum öðrum. Engar takmarkanir hvíla á aðildinni að undanskildu árgjaldi, en upphæð gjaldsins hefur enn ekki verið ákveðin. Árgjaldinu er ætlað að standa straum af óbeinum viðskiptakostnaði og gera að verkum að hægt sé að selja vörur á sem lægstu verði. Meðlimir Costco á heimsvísu eru nú yfir 71 milljón talsins. Tengdar fréttir Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs. 28. nóvember 2014 07:00 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Bandaríski smásölurisinn Costco og Garðabær hafa undirritað samning sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Stefnt er að opnun sumarið 2016 en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Haft er eftir Steve Pappas, aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra yfir Bretlandi og Íslandi, að aðstandendur fyrirtækis sé spenntir fyrir opnuninni á Íslandi. „Við hlökkum til að vinna að því með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra og bæjaryfirvöldum Garðabæjar að gera þetta verkefni að veruleika eins fljótt og auðið er til að geta svo opnað verslunina sumarið 2016. Við munum ráða 160 starfsmenn til starfa í fyrstu en þeir verða svo orðnir að minnsta kosti 250 eftir þrjú ár, þegar reksturinn er kominn betur af stað. Við munum líklega hefja ráðningar starfsmanna í byrjun árs 2016,“ segir Pappas í tilkynningu. Selja vörur undir eign vörumerki Costco Wholesale Corporation rekur alþjóðlega keðju vöruhúsa, aðallega undir nafninu „Costco Wholesale”, sem bjóða upp á víðtækt vöruúrval. Dæmi um vöruflokka eru matvörur, sælgæti, heimilistæki, sjónvörp, aukahlutir fyrir bíla, dekk, leikföng, byggingarvörur, íþróttavörur, skartgripir, úr, myndavélar, bækur, húsbúnaður, fatnaður, snyrtivörur, tóbak, húsgögn og ritföng. Í Costco er einnig að finna vörur undir vörumerkinu Kirkland Signature, sem er eigið merki verslunarinnar. Undir merkinu selur fyrirtækið vörutegundir á borð við húsbúnað, farangur, dýramat og dýravörur, bleyjur, þurrkur, kaffi, vín og snakk, auk úrvals af fersku kjöti, mjólkurvörum, sælkeravörum, ferskum og frosnum mat og brauðmeti. Costco er aðeins opin meðlimum og býður upp á þrjár tegundir aðildar; fyrir einstaklinga, fyrirtæki og svo úrvalsaðild. Fyrirtækjaaðild er ætluð fyrirtækjum af öllum gerðum, þó með áherslu á að sinna þörfum smærri fyrirtækja. Einstaklingsaðild er ætluð öllum öðrum. Engar takmarkanir hvíla á aðildinni að undanskildu árgjaldi, en upphæð gjaldsins hefur enn ekki verið ákveðin. Árgjaldinu er ætlað að standa straum af óbeinum viðskiptakostnaði og gera að verkum að hægt sé að selja vörur á sem lægstu verði. Meðlimir Costco á heimsvísu eru nú yfir 71 milljón talsins.
Tengdar fréttir Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs. 28. nóvember 2014 07:00 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs. 28. nóvember 2014 07:00
Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56