Innlent

Bensínstöðvar bjóða upp á bjór

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Bjórinn verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís, sem allar eru staðsettar á milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar, í tilefni af þjóðhátíð.
Bjórinn verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís, sem allar eru staðsettar á milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar, í tilefni af þjóðhátíð. vísir/gva
Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina. Bensínstöðin hefur fengið tímabundið vínveitingaleyfi og kemur til með að selja bjór fá Ölgerðinni. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Haft er eftir Sigríði Hrefnu Hrafnkelsdóttur, framkvæmdastjóra smásölusviðs hjá Olís, að þetta sé gert í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd og Ölgerðina, í tilefni af þjóðhátíð. Skemmtikraftar muni koma fram á stöðvum Olís og að Tuborg bjór verði á boðstólum, þó einungis fyrir farþega, ekki ökumenn.

Bensínstöðvarnar þrjár eru allar á milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar; Norðlingaholti, Selfossi og Hellu. Vínveitingaleyfið gildir dagana 28. júlí til 4. ágúst frá klukkan 11.30 til 23.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×