Heimir: Dómarinn með týpískan sænskan hroka Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 16. júlí 2015 21:41 Heimir og lærisveinar hans eru í vondri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Inter Bakú. vísir/ernir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira