Dustin Johnson efstur eftir fyrsta hring á St. Andrews 16. júlí 2015 19:36 Dustin Johnson og Jordan Spieth eru farnir að þekkjast vel. Getty. Dustin Johnson lék best allra á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en þessi högglangi Bandaríkjamaður lék St. Andrews á 65 höggum eða sjö undir pari í dag. Dustin lék gallalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn, en hann virðist vera búinn að jafna sig á lokahringnum á US Open þar sem hann þrípúttaði á 18. flöt og færði Jordan Spieth sigurinn. Spieth lék einnig vel í dag en hann er meðal efstu manna á fimm höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg. Þá deila nokkrir kylfingar öðru sætinu á sex undir, meðal annars gamla brýnið Retief Goosen og heimamaðurinn Paul Lawrie. Raunir Tiger Woods halda áfram en hann lék hræðilega í dag, kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari og situr hann meðal neðstu manna eins og svo oft áður í ár. Tiger virtist stressaður í byrjun og náði sér aldrei á strik en púttin og slátturinn voru alls ekki í lagi hjá þessum þrefalda meistara á Opna breska. Aðstæður til þess að skora vel á St. Andrews voru frábærar í dag en völlurinn var mjúkur eftir vætuveður á undanförnum dögum og því gátu bestu kylfingar heims tekið fleiri sénsa í innáhöggunum en gengur og gerist. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Dustin Johnson lék best allra á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en þessi högglangi Bandaríkjamaður lék St. Andrews á 65 höggum eða sjö undir pari í dag. Dustin lék gallalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn, en hann virðist vera búinn að jafna sig á lokahringnum á US Open þar sem hann þrípúttaði á 18. flöt og færði Jordan Spieth sigurinn. Spieth lék einnig vel í dag en hann er meðal efstu manna á fimm höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg. Þá deila nokkrir kylfingar öðru sætinu á sex undir, meðal annars gamla brýnið Retief Goosen og heimamaðurinn Paul Lawrie. Raunir Tiger Woods halda áfram en hann lék hræðilega í dag, kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari og situr hann meðal neðstu manna eins og svo oft áður í ár. Tiger virtist stressaður í byrjun og náði sér aldrei á strik en púttin og slátturinn voru alls ekki í lagi hjá þessum þrefalda meistara á Opna breska. Aðstæður til þess að skora vel á St. Andrews voru frábærar í dag en völlurinn var mjúkur eftir vætuveður á undanförnum dögum og því gátu bestu kylfingar heims tekið fleiri sénsa í innáhöggunum en gengur og gerist. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira