„Fjárlaganefnd hefur aldrei farið fram á að farið yrði yfir útreikninga Hagfræðistofnunar og ég biðst undan því að sitja undir slíkum ósannindum frá borgarstjóra Reykjavíkur – við vitum að hann er kominn í mikil vandræði með rekstur borgarinnar,“ skrifar Vigdís.

Á Facebook-síðu Samtaka um betri spítala segir að fulltrúar samtakanna hafi fundað með Hagfræðistofnun um málið í gær. Þar hafi komið í ljós um væri að ræða skýrslu sem háskólayfirvöld óskuðu eftir en að fulltrúar Hagfræðistofnunar hefðu tekið sérstaklega fram að ekkert hafi verið komið inn á staðsetningu spítalans við vinnslu skýrslunnar. Samtökin hafi því óskað eftir því við háskólarektor að fá skýrsluna afhenta. „Þetta er önnur skýrslan um nýjan LSH sem samtökin komast á snoðir um og ekki hefur verið birt opinberlega.“
Viðtalið við Dag B. Eggertsson má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Dagur borgarstjóri fullyrti í Bítinu á Bylgjunni þann 7. júlí að fjárlaganefnd Alþingis hefði pantað skýrslu um nýjan...
Posted by Samtök um Betri spítala á betri stað on 15. júlí 2015