Í væntanlegri skýrslu hollenskrar rannsóknarnefndar um flugvélina í ferð MH17, sem grandað var fyrir ofan Austur-Úkraínu fyrir tæpu ári síðan, segir að flest bendi til þess að uppreisnarmenn hliðhollir Rússum hafi skotið vélina niður. Jafnframt kemur fram í skýrslunni hvernig eldflaug var notuð og á hvaða braut hún var.
Rannsóknarskýrslan er ekki komin út en samkvæmt heimildamanni fréttaveitunnar CNN er hún mörg hundruð blaðsíður að lengd og rekur ferð MH17 nákvæmlega allt frá því að vélin fór frá Amsterdam og þar til eldflaugin hæfði hana fyrir ofan Donetsk-hérað í Úkraínu.
Í skýrslunni kemur fram hvaðan eldflauginni var skotið, hverjir réðu yfir því svæði á þeim tíma og komist er að þeirri niðurstöðu að aðskilnaðarsinnar, sem börðust gegn stjórnvöldum fyrir innlimun Austur-Úkraínu í Rússland, hafi grandað vélinni.
Alls fórust 298 manns með flugferð MH17. Vélin var á leið til Kuala Lumpur á vegum flugfélagsins Malaysia Airlines en í skýrslunni segir að flugfélagið hefði átt að hlýða viðvörunum um að fljúga ekki yfir átakasvæðið.
Fulltrúar frá hollensku rannsóknarnefndinni hafa ekki viljað tjá sig um skýrsluna fyrr en hún er fullunnin. Búist er við að hún verði birt í október næstkomandi.
Rannsóknarskýrslan er ekki komin út en samkvæmt heimildamanni fréttaveitunnar CNN er hún mörg hundruð blaðsíður að lengd og rekur ferð MH17 nákvæmlega allt frá því að vélin fór frá Amsterdam og þar til eldflaugin hæfði hana fyrir ofan Donetsk-hérað í Úkraínu.
Í skýrslunni kemur fram hvaðan eldflauginni var skotið, hverjir réðu yfir því svæði á þeim tíma og komist er að þeirri niðurstöðu að aðskilnaðarsinnar, sem börðust gegn stjórnvöldum fyrir innlimun Austur-Úkraínu í Rússland, hafi grandað vélinni.
Alls fórust 298 manns með flugferð MH17. Vélin var á leið til Kuala Lumpur á vegum flugfélagsins Malaysia Airlines en í skýrslunni segir að flugfélagið hefði átt að hlýða viðvörunum um að fljúga ekki yfir átakasvæðið.
Fulltrúar frá hollensku rannsóknarnefndinni hafa ekki viljað tjá sig um skýrsluna fyrr en hún er fullunnin. Búist er við að hún verði birt í október næstkomandi.