Lífið

Borgarstjóri sló í gegn í partýi Grandabræðra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti rapparann Bent á svið í partýinu á föstudagskvöld.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti rapparann Bent á svið í partýinu á föstudagskvöld. mynd/kamilla gnarr
Uppskeruhátíðin Happy Festival sem hópurinn Grandabræður stendur fyrir fór fram í þriðja sinn um seinustu helgi í húsakynnum þeirra úti á Granda.

Grandabræður eru átta talsins en í hópnum eru listamenn, hönnuðir og verkfræðingar. Nokkrir þeirra tengjast fyrirtækinu Skiltamálun Reykjavíkur sem kom meðal annars að gerð vegglistaverks eftir Ragnar Kjartansson í Krummahólum.

Mikið var lagt í skemmtanahöldin sem stóðu frá fimmtudagskvöldinu fram á sunnudag. Margir landsþekktir tónlistarmenn komu fram, þeirra á meðal Emmsjé Gauti, Blaz Roca og Sturla Atlas. Síðasta hljómsveitin sem steig á stokk klukkan 7 á sunnudagsmorgun var svo Vagina Boys.

Þá sló sjálfur borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, í gegn þegar hann fór upp á svið og kynnti rapparann Bent á föstudagskvöldinu.

Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar kíktu í partýið, þeirra á meðal leikarinn Ingvar E. Sigurðsson, rithöfundurinn Andri Snær Magnason, athafnakonan Dóra Takefusa og handboltakappinn Aron Pálmarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×