Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júlí 2015 19:00 Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mansalsrannsókn á lokastigi á Vestfjörðum sem varðar tuttugu Pólverja sem störfuðu í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fjölmenningarsetur hefur haft aðkomu að vinnumansalsmálum síðustu ár. Hrefna Magnúsdóttir hjá Fjölmenningarsetri segir vinnuveitendur almennt ekki mjög meðvitaða um hvað mansal er og hvernig birtingarmyndir þess geta verið. „Vinnumansal er til og það þarf að veita meiri upplýsingar og fræðslu til almennings , sem og vinnuveitenda varðandi þessi mál. Þau erindi sem hafa komið upp undanfarin ár hafa tengst fleirum í hverju máli og málum er varða grun um vinnumansal hefur fjölgað.“ Edda Ólafsdóttir er hluti af mansalsteymi sem starfar að fræðslu um mansal á Íslandi. Þau sem standa að fræðslunni vinna í grasrótinni en engu fjármagni er veitt í málaflokkinn þó svo að hann sé hluti af aðgerðaáætlun gegn mansali hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ég tel það vera mjög mikilvægt að það fari fram vitundarvakning meðal fólks og þá er ég að tala um á meðal allra. Á meðal verkafólks, vinnuveitenda og starfsmanna almennt.“Birtingamyndir vinnumansals eru ýmis konar, vísbending um slæman aðbúnað erlendra ríkisborgara felast til að mynda í hárri slysatíðni þeirra á vinnumarkaði. „Við erum að sjá að það eru margir sem búa við óviðunandi aðstæður, þar sem atvinnurekandinn er að bjóða upp á léleg laun, langan vinnutíma, jafnvel að fólk sé ekki að fá borgað. Allt of langur vinnutími. Það er erfið og hættuleg vinna og við erum að sjá að það er hlutfallslega meira af vinnuslysum meðal innflytjenda. Þá má nefna dæmi þar sem hreinlætisaðbúnaður er ófullnægjandi og starfsfólk þarf að borga sérstaklega fyrir vinnufatnað,“ segir Edda og segir fólk þurfa að setja upp mansalsgleraugun og vera vakandi fyrir einkennum vinnumansals. Mansal í Vík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mansalsrannsókn á lokastigi á Vestfjörðum sem varðar tuttugu Pólverja sem störfuðu í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fjölmenningarsetur hefur haft aðkomu að vinnumansalsmálum síðustu ár. Hrefna Magnúsdóttir hjá Fjölmenningarsetri segir vinnuveitendur almennt ekki mjög meðvitaða um hvað mansal er og hvernig birtingarmyndir þess geta verið. „Vinnumansal er til og það þarf að veita meiri upplýsingar og fræðslu til almennings , sem og vinnuveitenda varðandi þessi mál. Þau erindi sem hafa komið upp undanfarin ár hafa tengst fleirum í hverju máli og málum er varða grun um vinnumansal hefur fjölgað.“ Edda Ólafsdóttir er hluti af mansalsteymi sem starfar að fræðslu um mansal á Íslandi. Þau sem standa að fræðslunni vinna í grasrótinni en engu fjármagni er veitt í málaflokkinn þó svo að hann sé hluti af aðgerðaáætlun gegn mansali hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ég tel það vera mjög mikilvægt að það fari fram vitundarvakning meðal fólks og þá er ég að tala um á meðal allra. Á meðal verkafólks, vinnuveitenda og starfsmanna almennt.“Birtingamyndir vinnumansals eru ýmis konar, vísbending um slæman aðbúnað erlendra ríkisborgara felast til að mynda í hárri slysatíðni þeirra á vinnumarkaði. „Við erum að sjá að það eru margir sem búa við óviðunandi aðstæður, þar sem atvinnurekandinn er að bjóða upp á léleg laun, langan vinnutíma, jafnvel að fólk sé ekki að fá borgað. Allt of langur vinnutími. Það er erfið og hættuleg vinna og við erum að sjá að það er hlutfallslega meira af vinnuslysum meðal innflytjenda. Þá má nefna dæmi þar sem hreinlætisaðbúnaður er ófullnægjandi og starfsfólk þarf að borga sérstaklega fyrir vinnufatnað,“ segir Edda og segir fólk þurfa að setja upp mansalsgleraugun og vera vakandi fyrir einkennum vinnumansals.
Mansal í Vík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira